Og fjallið það öskrar HIldur Þórisdóttir skrifar 11. mars 2021 15:31 Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Múlaþing Byggðamál Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun