Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2021 19:20 Með því að bjóða út aðgang að tveimur leiðurum í ljósleiðarakapli Atlantshafsbandalagsins á að stuðla að samkeppni á grunnnetinu sem leiði til þess að þrettán þúsund heimili á landsbyggðinni sem ekki hafa ljósleiðaratenginu fái hana. Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu. Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson. Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson.
Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47
Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38