Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2021 19:20 Með því að bjóða út aðgang að tveimur leiðurum í ljósleiðarakapli Atlantshafsbandalagsins á að stuðla að samkeppni á grunnnetinu sem leiði til þess að þrettán þúsund heimili á landsbyggðinni sem ekki hafa ljósleiðaratenginu fái hana. Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu. Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson. Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson.
Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47
Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38