Elton John reiður fyrir hönd tónlistarfólks og vill stjórnvöld aftur að borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 23:23 Tónlistargoðsögnin Elton John vandar breskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar. epa/Hugo Marie Tónlistarmaðurinn Elton John er síður en svo ánægður með bresk stjórnvöld og kallar eftir því að þau freisti þess að setjast aftur að samningaborðinu með Evrópusambandinu. John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá. Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá.
Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira