Ég tala íslensku á Íslandi Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 4. febrúar 2021 15:00 Ég tala íslensku á Íslandi enda er íslenska móðurmálið mitt. Samt hef ég ómælda reynslu af því að fólki láist að svara mér á okkar ástkæra ylhýra máli eða ávarpa mig á því. Erlendur uppruni minn í annan legginn og nafnið mitt bera það greinilega með sér að margir hafa ekki einu sinni gefið mér tækifæri til að tala á íslensku áður en þeir ávarpa mig á ensku, og sumir jafnvel taka bara ákvörðun um að svara mér á ensku þó ég hafi augljóslega sagt eitthvað, eða skrifað, á íslensku að fyrra bragði. Ég hef jafnvel lent í atvikum þar sem fólk leyfir sér að vera nánast ókurteist eða hranalegt við mig þangað til að það heyrir að ég tala reiprennandi íslensku. Ó, ertu íslensk? Og afsökunarbeiðnin sem útlendingurinn átti greinilega ekki skilið, fylgir þá í kjölfarið. Er það vegna útlits míns eða framandi nafns? Eitthvað er það. Ég tilheyri samt vissulega forréttindahópi þegar kemur að fólki af erlendum uppruna á Íslandi, enda á ég íslenskt bakland, stóra íslenska fjölskyldu, tala íslensku sem móðurmál og er í góðu starfi. Hins vegar er ég viss um að ef þetta er viðhorfið sem ég mæti, þrátt fyrir mín forréttindi, þá er viðhorfið sem margir aðrir einstaklingar af erlendum uppruna mæta enn ýktari útgáfa af þessu. Ég er til dæmis meðvituð um öðruvísi viðhorf gagnvart fólki með erlend nöfn. Eins og sést hér á nafni höfundar er ég Ómarsdóttir. En pabbi minn hét samt ekkert Ómar í alvörunni, Ómar er nafn sem hann valdi af lista þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á 7. áratugnum. Án nafnsins væri ég Miriam Petra Awad og þegar ég tók mín fyrstu skref út í mennta- og starfsumhverfið á Íslandi taldi ég hag mínum betur borgið ef ég hefði Ómarsdóttur með, þar sem ekkert af hinum nöfnunum mínum bendir beint til íslensks uppruna þegar þau eru skoðuð sem heild. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, því ég þekki fjölmörg dæmi um einstaklinga sem eru fæddir, uppaldir og menntaðir á Íslandi, sem hafa sótt um störf, sent inn ferilskrá og kynningarbréf á íslensku, og fengið svör til baka „We are only hiring Icelandic speakers”. Nöfnin þeirra voru nefnilega ekki nógu íslensk til að þau fengju einu sinni þann séns að einhver læsi yfir ferilskrána og kynningarbréfið - eða var þeim kannski bara ekki treyst fyrir að vera að segja satt frá? Ef þetta eru viðhorfin sem fólk af erlendum uppruna mætir sem talar íslensku, hvernig viðhorfi mætir þá fólk sem talar ekki fullkomna íslensku? Það getur verið ótrúlega erfitt að læra nýtt tungumál. Það er jafnvel eitt að læra að lesa og skrifa og annað að geta talað. Þegar ég flutti til Québec í Kanada í skiptinám var markmiðið mitt að læra frönsku. Ég hafði lært frönsku í fjögur ár í menntaskóla og var búin með eitt ár í háskólanum áður en ég fór út. Ég kunni að lesa og skrifa en fyrir mitt litla líf gat ég ekki átt samtal á frönsku nema það snerist um að mega fara á klósettið eða spyrja hvar bakaríið væri. Þetta klassíska. Ég bara fraus. Jafnvel með þennan grunn í málinu, sem er mjög ólíkt íslenskunni, man ég hvernig ég kom buguð heim úr skólanum fyrstu mánuðina, bókstaflega með hausverk á því að reyna að skilja allt og segja frá sjálfri mér og námsefninu, á þessu fallega en flókna tungumáli (sérílagi flókna í framburði). Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki lært þetta á endanum, ég tala mjög góða frönsku í dag, en þegar ég set þetta í samhengi við innflytjendur á Íslandi að læra íslensku þá er þetta bara alls ekki sambærilegt. Ég var með 5 ára nám í tungumálinu að baki og þegar ég flutti loksins í málumhverfið þá var það fullt starf hjá mér (eða fullt nám öllu heldur) að sinna því. Auk þess voru allir mjög liðlegir í Québec og fyrirgáfu mér voða fljótt lélegan framburð til að byrja með svo ég fékk endalaus tækifæri til að æfa mig. Að hafa tíma til að sinna tungumálanámi Hvernig getum við ætlast til að innflytjendur á Íslandi nái tökum á tungumálinu þegar það tilheyrir ekki svipuðum forréttindahóp og ég var í þegar ég lærði hina rómönsku frönsku? Það hefur ekki að baki margra ára undirbúningskennslu í málinu áður en það kemur hingað, það er oft í fullu starfi og að sjá um fjölskyldur sínar, og þegar það fær yfir höfuð tækifæri til að nota íslenskuna sem það hefur þó lært - þá er hún ekki nógu fullkomin og fólk talar bara ensku á móti. Og hey, svo er ekki einu sinni nóg að tala fullkomna íslensku því ef þú lítur ekki út fyrir að gera það - þá tölum við bara ensku líka. Og svo vörpum við ábyrgðinni á þau. Þau verða bara að gera betur. Ágætu lesendur, ég er ekki að segja við Íslendingar séum slæmar manneskjur fyrir það eitt að ávarpa fólk á ensku eða vera ekki nógu opnir fyrir öðrum framburði á málinu. Íslendingar eru frábærir eins og svo margt annað fólk. Vandamálið er samt að við lifum og hrærumst í hugmyndum um það hver tilheyrir og hver tilheyrir ekki hér á landi, út frá útliti og tungumáli - sem getur verið alveg ómeðvitað og alls ekki illa meint. En hvort sem það er vel meint eða ekki, þá bitnar það á þeim sem eru að reyna að læra og taka þátt í samfélaginu okkar. Þeir komast ekki inn. Hvorki inn í vinahópa né vinnustaðamenningu, inn í tungumálið eða þjóðarsálina sem við erum svo áfjáð í að þau virði. Þetta er ekki bara spurning um að þau þurfi bara að vera duglegri að læra, að vinna, að gera hitt og þetta - heldur þurfum við líka að vera duglegri að skilja aðstæður þeirra, gefa tækifæri á léttu spjalli og meira en það. Höfundur er Íslendingur og sérfræðingur hjá Rannís með MA í hnattrænum tengslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég tala íslensku á Íslandi enda er íslenska móðurmálið mitt. Samt hef ég ómælda reynslu af því að fólki láist að svara mér á okkar ástkæra ylhýra máli eða ávarpa mig á því. Erlendur uppruni minn í annan legginn og nafnið mitt bera það greinilega með sér að margir hafa ekki einu sinni gefið mér tækifæri til að tala á íslensku áður en þeir ávarpa mig á ensku, og sumir jafnvel taka bara ákvörðun um að svara mér á ensku þó ég hafi augljóslega sagt eitthvað, eða skrifað, á íslensku að fyrra bragði. Ég hef jafnvel lent í atvikum þar sem fólk leyfir sér að vera nánast ókurteist eða hranalegt við mig þangað til að það heyrir að ég tala reiprennandi íslensku. Ó, ertu íslensk? Og afsökunarbeiðnin sem útlendingurinn átti greinilega ekki skilið, fylgir þá í kjölfarið. Er það vegna útlits míns eða framandi nafns? Eitthvað er það. Ég tilheyri samt vissulega forréttindahópi þegar kemur að fólki af erlendum uppruna á Íslandi, enda á ég íslenskt bakland, stóra íslenska fjölskyldu, tala íslensku sem móðurmál og er í góðu starfi. Hins vegar er ég viss um að ef þetta er viðhorfið sem ég mæti, þrátt fyrir mín forréttindi, þá er viðhorfið sem margir aðrir einstaklingar af erlendum uppruna mæta enn ýktari útgáfa af þessu. Ég er til dæmis meðvituð um öðruvísi viðhorf gagnvart fólki með erlend nöfn. Eins og sést hér á nafni höfundar er ég Ómarsdóttir. En pabbi minn hét samt ekkert Ómar í alvörunni, Ómar er nafn sem hann valdi af lista þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á 7. áratugnum. Án nafnsins væri ég Miriam Petra Awad og þegar ég tók mín fyrstu skref út í mennta- og starfsumhverfið á Íslandi taldi ég hag mínum betur borgið ef ég hefði Ómarsdóttur með, þar sem ekkert af hinum nöfnunum mínum bendir beint til íslensks uppruna þegar þau eru skoðuð sem heild. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, því ég þekki fjölmörg dæmi um einstaklinga sem eru fæddir, uppaldir og menntaðir á Íslandi, sem hafa sótt um störf, sent inn ferilskrá og kynningarbréf á íslensku, og fengið svör til baka „We are only hiring Icelandic speakers”. Nöfnin þeirra voru nefnilega ekki nógu íslensk til að þau fengju einu sinni þann séns að einhver læsi yfir ferilskrána og kynningarbréfið - eða var þeim kannski bara ekki treyst fyrir að vera að segja satt frá? Ef þetta eru viðhorfin sem fólk af erlendum uppruna mætir sem talar íslensku, hvernig viðhorfi mætir þá fólk sem talar ekki fullkomna íslensku? Það getur verið ótrúlega erfitt að læra nýtt tungumál. Það er jafnvel eitt að læra að lesa og skrifa og annað að geta talað. Þegar ég flutti til Québec í Kanada í skiptinám var markmiðið mitt að læra frönsku. Ég hafði lært frönsku í fjögur ár í menntaskóla og var búin með eitt ár í háskólanum áður en ég fór út. Ég kunni að lesa og skrifa en fyrir mitt litla líf gat ég ekki átt samtal á frönsku nema það snerist um að mega fara á klósettið eða spyrja hvar bakaríið væri. Þetta klassíska. Ég bara fraus. Jafnvel með þennan grunn í málinu, sem er mjög ólíkt íslenskunni, man ég hvernig ég kom buguð heim úr skólanum fyrstu mánuðina, bókstaflega með hausverk á því að reyna að skilja allt og segja frá sjálfri mér og námsefninu, á þessu fallega en flókna tungumáli (sérílagi flókna í framburði). Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki lært þetta á endanum, ég tala mjög góða frönsku í dag, en þegar ég set þetta í samhengi við innflytjendur á Íslandi að læra íslensku þá er þetta bara alls ekki sambærilegt. Ég var með 5 ára nám í tungumálinu að baki og þegar ég flutti loksins í málumhverfið þá var það fullt starf hjá mér (eða fullt nám öllu heldur) að sinna því. Auk þess voru allir mjög liðlegir í Québec og fyrirgáfu mér voða fljótt lélegan framburð til að byrja með svo ég fékk endalaus tækifæri til að æfa mig. Að hafa tíma til að sinna tungumálanámi Hvernig getum við ætlast til að innflytjendur á Íslandi nái tökum á tungumálinu þegar það tilheyrir ekki svipuðum forréttindahóp og ég var í þegar ég lærði hina rómönsku frönsku? Það hefur ekki að baki margra ára undirbúningskennslu í málinu áður en það kemur hingað, það er oft í fullu starfi og að sjá um fjölskyldur sínar, og þegar það fær yfir höfuð tækifæri til að nota íslenskuna sem það hefur þó lært - þá er hún ekki nógu fullkomin og fólk talar bara ensku á móti. Og hey, svo er ekki einu sinni nóg að tala fullkomna íslensku því ef þú lítur ekki út fyrir að gera það - þá tölum við bara ensku líka. Og svo vörpum við ábyrgðinni á þau. Þau verða bara að gera betur. Ágætu lesendur, ég er ekki að segja við Íslendingar séum slæmar manneskjur fyrir það eitt að ávarpa fólk á ensku eða vera ekki nógu opnir fyrir öðrum framburði á málinu. Íslendingar eru frábærir eins og svo margt annað fólk. Vandamálið er samt að við lifum og hrærumst í hugmyndum um það hver tilheyrir og hver tilheyrir ekki hér á landi, út frá útliti og tungumáli - sem getur verið alveg ómeðvitað og alls ekki illa meint. En hvort sem það er vel meint eða ekki, þá bitnar það á þeim sem eru að reyna að læra og taka þátt í samfélaginu okkar. Þeir komast ekki inn. Hvorki inn í vinahópa né vinnustaðamenningu, inn í tungumálið eða þjóðarsálina sem við erum svo áfjáð í að þau virði. Þetta er ekki bara spurning um að þau þurfi bara að vera duglegri að læra, að vinna, að gera hitt og þetta - heldur þurfum við líka að vera duglegri að skilja aðstæður þeirra, gefa tækifæri á léttu spjalli og meira en það. Höfundur er Íslendingur og sérfræðingur hjá Rannís með MA í hnattrænum tengslum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun