„Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 06:31 Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar