„Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 06:31 Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun