Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2025 07:30 Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Gagnaver Orkumál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun