Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 10:31 Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða ETS-kerfi er viðskiptakerfi með kolefniseiningar; verkfæri í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Kerfinu er m.a. ætlað að þrýsta á iðnað í Evrópu að draga eins og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvert tonn af koltvísýringsígildum sem losnar vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem undir kerfið fellur, fær þannig verðmiða. Þannig geta einingarnar gengið kaupum og sölum, fyrirtæki sem eykur losun þarf að kaupa heimildir og fyrirtæki sem tekst að draga úr sinni losun getur þannig selt umfram heimildir[1], það kostar að menga, þú sparar á að menga minna. Þeim fjármunum sem renna í opinbera sjóði vegna kerfisins er ætlað, samkvæmt reglugerðinni, að styðja við rannsóknir og þróun sem og fjárfestingar í tækni sem skilar okkur hraðar í átt að kolefnishlutleysi. Þessi skylda hvílir á ESB ríkjunum en fyrir Ísland er þetta valfrjálst þar sem Ísland tekur kerfið upp á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk álframleiðsla hefur lægst kolefnisspor í heimi Á Íslandi er ál framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og er því losun vegna álframleiðslu á Íslandi með því lægsta sem þekkist í heiminum öllum. Sá koltvísýringur sem verður til við álframleiðsluna á Íslandi er því til kominn vegna efnahvarfs súráls við kolaskaut í kerskálum álveranna. Íslensku álverin falla undir ETS-kerfið og greiða þannig verulega kolefnisskatta. En reyndin er sú að miðað við þá tækni sem er aðgengileg til iðnaðar í dag er ekki hægt að draga meira úr kolefnisspori álframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt. Hversu langt er í kolefnishlutleysi ræðst af fjármagni Í þróun eru sem betur fer einkum tvær leiðir, annars vegar að framleiða ál með svokölluðum eðalrafskautum sem losa engan koltvísýring og svo hins vegar tækni til að fanga koltvísýring úr útblæstri álveranna og í framhaldinu binda varanlega.Þessar tvær leiðir eru þær einu í sjónmáli sem geta gert álframleiðslu á Íslandi kolefnishlutlausa. Þótt mikilvæg skref hafi verið stigin í þróun þessarar tækni er enn talsvert langt í land með að hún verði nýtanleg í framleiðsluferlum álveranna. Tímalengdin ræðst af því fjármagni sem er lagt í rannsóknir og þróun á þessari tækni. Núllið næst með auknum tækniþroska Og þá komum við að kjarnanum í þessu öllu saman: Kolefnissköttum á, samkvæmt þeim reglugerðum sem þeir hvíla á, að verja í rannsóknir og þróun á tækni sem lækkar kolefnisspor í iðnaði. Það er eina leiðin til árangurs, en áætlað þarf að lágmarki um 33 milljarða evra fjárfestingar í tækni sem gerir álframleiðslu kolefnishlutausa fyrir árið 2050[2]. Á Íslandi rennur einungis lítið brot þessara skatta til rannsókna og þróunar á kolefnisvænni lausnum. Íslensku álverin hafa enga möguleika á því að lækka „kolefnisreikninga sína“ fyrr en með auknum tækniþroska. Sem fyrr segir er langt í land og þangað til er þessi skattlagning án innistæðu hérlendis. Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á mánudaginn undir yfirskriftinni „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Hann er öllum opinn sem skrá sig. Þar verður meðal annars fjallað um samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í samhengi við umhverfisskatta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Fyrirtæki fá úthlutað heimildum endurgjaldslaust upp að ákveðnu marki en greiða árlega fyrir allar umframheimildir [2] CLEAN INDUSTRIAL DEAL STATE AID FRAMEWORK. European Aluminium, 2025
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun