Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 11:01 Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Skóli er ekki geymsla sem kennir börnum bók- og tölustafi, heldur hluti af því þorpi sem elur upp barn. Í starfi mínu sem barnasálfræðingur voru það allra helst skólar sem bentu fyrst á áhyggjur af hegðun og líðan barna. Þegar kom að því að hjálpa einstökum börnum, skipti samstarf við skóla ekki síður máli en samstarf við foreldra. Því miður er tilhneiging til að tala niður menntakerfið okkar og jafnvel hörfa aftur til fortíðar en naflaskoðunar er vissulega þörf. Það er margt sem mætti skoða betur innan menntakerfisins en hér vil ég vekja athygli á tvennu. Annars vegar starfsumhverfi kennara, en starfið er gefandi og krefjandi í senn því við ætlumst einhvern veginn til þess að kennarar séu ekki bara kennarar heldur einnig félagsráðgjafar, sálfræðingar, læknar, túlkar og jafnvel tæknimenn. Úr þessu þarf að bæta og ég hef þess vegna kallað eftir skriflega eftir svörum frá mennta- og barnamálaráðherra um aðgerðir til að bæta starfsumhverfið en einnig hvort ekki sé þörf á að þarfagreina fjölbreyttari aðkomu fagstétta, annarra en kennara, innan menntakerfisins. Ég hef líka áhyggjur af skorti á virðingu fyrir skólaskyldunni. Íslenskt skólaár er með þeim styttri sem þekkjast í kringum okkur. Í samtölum við kennara hef ég heyrt að algengt sé að foreldrar fari í löng frí, á skólatíma, og sinna ekki námi barnsins á meðan. Börnin dragast aftur úr, og erfitt er fyrir kennara að þurfa að koma þeim á sporið og heill bekkur er kominn langt fram úr. Eftir situr barn sem lærir ekki stafkrók um atviksorð vegna Teneferðar. Sum sveitarfélög hafa nú þegar gripið til aðgerða til árangurs vegna þess vandamáls sem mér skilst að sé vaxandi, en betur má ef duga skal. Við þurfum að sjá svart á hvítu hve mikið börn eru að missa úr skóla vegna leyfistöku vegna ferðalaga. Því hef ég einnig óskað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra taki saman slíka tölfræði og hvort þörf sé á aðgerðum. Við þurfum að senda foreldrum og börnum skýr skilaboð. Menntun skiptir máli og okkur ber að virða hana. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun