400 milljóna sekt vegna brota Byko Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 20:30 Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Norvik, móðurfélag Byko, var í dag dæmt til þess að greiða 400 milljón króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Málið má rekja aftur til ársins 2010 þegar fyrirsvarsmenn Múrbúðarinnar sneru sér að Samkeppniseftirlitinu og tilkynntu því að Byko og Húsasmiðjan höfðu reynt að fá fyrirtækið til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“ Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“
Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira