Svar við bréfi Boga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:00 Mér hafa borist tvö bréf á síðustu dögum frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. Tilefni bréfaskriftanna eru eftirfarandi ummæli mín í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, sem féllu eftir að fjármálaráðherra hafði sagt fjölda flokka á Alþingi til marks um „sundrungu stjórnmálanna:“ Ég verð að segja að orð Bjarna [Benediktssonar] minna mig svolítið á orð þess sem var valinn maður ársins af Markaðnum í Fréttablaðinu: Honum líkar ekki við samkeppni og átta flokkar á Íslandi eru einfaldlega samkeppni um atkvæði kjósenda. Það felst fjölbreytileiki í því og það er mikilvægt að hann fái að koma fram. Það hefur of lengi verið allt of einsleitur hópur sem stjórnar þessu landi sem telur sig yfir lög og reglur hafinn. Það er kominn tími til að breyta til, það er algjörlega á hreinu. Bogi, sá sem hlaut nafnbótina viðskiptamaður ársins 2020 í Markaðnum, kunni því illa að ég skyldi setja þá Bjarna Benediktsson undir sama hatt með þessum hætti. Svo illa, að hann sendi mér tölvupóst einungis nokkrum mínútum eftir að ég lét þessi orð falla, löngu áður en þættinum lauk. Í póstinum sagði hann að þrátt fyrir að hann teldi „óraunhæft að reka tvö félög frá Íslandi“ líkaði honum og Icelandair þvert á móti vel við samkeppni, og bað mig um að leiðrétta þessi ummæli mín á opinberum vettvangi. Fjórum dögum síðar sendi hann mér annan póst þar sem hann ítrekaði þessa beiðni sína. Í fyrstu hafði ég ekki hugsað mér að bregðast sérstaklega við bréfi Boga. Ummæli mín um að svar Bjarna „minnti mig svolítið á orð“ viðskiptamanns ársins þóttu mér einfaldlega ekki gefa tilefni til þess. Nafnbót Boga hafði sætt beinskeyttri gagnrýni og háðsglósum í aðdraganda Kryddsíldar og hefur forstjórinn því þurft að senda ófáa pósta um áramótin ef hugrenningatengslin mín kölluðu á bréfaskriftir. Eitthvað Bogið við bréfið Því spurði ég mig: Hvers vegna ætli þetta hafi farið svona fyrir brjóstið á honum? Viðskiptamaður ársins, sem varði umræddu ári í stríð við eigin starfsmenn milli þess sem hann þáði milljarða úr sjóðum almennings til að halda sér á floti, hlýtur að hafa öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa en að eltast við einhvern svona tittlingaskít. Ætli það sé vegna þess að við Píratar vorum eini flokkurinn á þingi sem lagðist gegn því að veita Icelandair ríkisaðstoð í haust? Ríkisaðstoð sem hvílir á áætlunum Icelandair um að nýtt íslenskt flugfélag muni ekki líta dagsins ljós næstu árin? Það að teikna upp slíkar áætlanir og gefa stjórnvöldum um leið hvata til að þær rætist er ekki beint til marks um dálæti á samkeppni. Ætli það sé kannski vegna þess að Píratar tóku einarða afstöðu með flugfreyjum í kjarabaráttu þeirra við Icelandair? Sem máttu þola það að viðskiptamaður ársins þverbryti allar reglur í vinnudeilum, færi framhjá samninganefnd flugfreyja og segði þeim síðan upp í miðri kjarabaráttu - allt í nafni samkeppnishæfni? Ást manns á samkeppni þarf að vera býsna heit til þess að maður sé tilbúinn að grafa undan eigin starfsmönnum fyrir hana, en hvað um það. Bjarni og Bogi Eða kannski var það bara samanburðurinn við fjármálaráðherra sem mæltist svona illa fyrir? Sá hafði sjálfur verið í eldlínunni eftir að hafa verið nappaður grímulaus í fjölmennri samkomu í Ásmundarsal. Það kæmi mér þó á óvart, enda virðast þeir Bjarni og Bogi oft ganga í takt. Þegar Bjarni var t.d. spurður í beinni útsendingu hvers vegna rétt væri að veita Icelandair ríkisábyrgð var það fyrsta hugsun Bjarna að það væri „mat forsvarsmanna félagsins“ að hennar væri þörf. Ekki að það væri hagur almennings, ferðaþjónustunnar eða ríkissjóðs að aðstoða Icelandair umfram önnur fyrirtæki og umfram þá milljarða sem félagið hafði áður fengið í gegnum aðrar aðgerðir, heldur væri það einfaldlega mat Boga og félaga. Don't hate the Play air Rúmri klukkustund eftir að Bjarni lét þessi orð falla í beinni útsendingu gekk hann inn í þingsal og samþykkti ríkisaðstoðina. Fyrir liggur að það var beiðni Boga en ekki aðdáun Bjarna á samkeppni sem stýrði þeirri ákvörðun hans. Samkeppniseftirlitið tók af allan vafa um það. „Fyrirsjáanlegt er að ríkisaðstoðin muni hafa skaðleg áhrif á samkeppni,“ sagði í harðorðri umsögn þess um málið. Eftirlitinu leist heldur ekkert á þá staðreynd að Icelandair gæti virkjað ríkisaðstoðina ef svo færi að „aukin samkeppni muni leiða til lægri verða á flugsætum en gert er ráð fyrir.“ Í þessu samhengi nefndi Samkeppniseftirlitið sérstaklega að flugfélagið Play væri í startholunum, enda væri það mat eftirlitsins að áform Play um að hefja flugrekstur hér á landi væru „þýðingarmikil í samkeppnislegu tilliti.“ Ekki þyrfti því að „fjölyrða um þá skekktu samkeppnisstöðu“ sem af ríkisaðstoðinni myndi hljótast fyrir keppinauta eins og Play, með tilheyrandi tapi fyrir neytendur. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var raunar mjög einföld: Með hliðsjón af öllu framangreindu er ljóst að hin áformaða ríkisaðstoð mun, að öllu öðru óbreyttu, styrkja stöðu Icelandair í samkeppni við starfandi fyrirtæki, eða fyrirtæki sem hyggja á innkomu á þá markaði sem félagið starfar á. Að bregðast Bogalistin Krafa Boga um margra milljarða ríkisaðstoð og barátta Bjarna fyrir samþykkt hennar miðaði því beinlínis að því að skaða samkeppnina sem Bogi og Bjarni segjast vera svo annt um. Eina stundina fagna þeir samkeppni opinberlega - en þá næstu krefjast þeir þess að ríkið leggi stein í götu hennar. Að þessu sögðu get ég tekið undir með Boga. Ég hefði átt að vera nákvæmari í Kryddsíldinni þegar ég vísaði í orð þessa ríkisstyrktasta viðskiptamanns ársins. Eftir nánari umhugsun og lestur þessara bréfa hef ég nefnilega áttað mig á því að honum er ekki illa við samkeppni, svo lengi sem það er ekki íslensk samkeppni. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Icelandair Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér hafa borist tvö bréf á síðustu dögum frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. Tilefni bréfaskriftanna eru eftirfarandi ummæli mín í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, sem féllu eftir að fjármálaráðherra hafði sagt fjölda flokka á Alþingi til marks um „sundrungu stjórnmálanna:“ Ég verð að segja að orð Bjarna [Benediktssonar] minna mig svolítið á orð þess sem var valinn maður ársins af Markaðnum í Fréttablaðinu: Honum líkar ekki við samkeppni og átta flokkar á Íslandi eru einfaldlega samkeppni um atkvæði kjósenda. Það felst fjölbreytileiki í því og það er mikilvægt að hann fái að koma fram. Það hefur of lengi verið allt of einsleitur hópur sem stjórnar þessu landi sem telur sig yfir lög og reglur hafinn. Það er kominn tími til að breyta til, það er algjörlega á hreinu. Bogi, sá sem hlaut nafnbótina viðskiptamaður ársins 2020 í Markaðnum, kunni því illa að ég skyldi setja þá Bjarna Benediktsson undir sama hatt með þessum hætti. Svo illa, að hann sendi mér tölvupóst einungis nokkrum mínútum eftir að ég lét þessi orð falla, löngu áður en þættinum lauk. Í póstinum sagði hann að þrátt fyrir að hann teldi „óraunhæft að reka tvö félög frá Íslandi“ líkaði honum og Icelandair þvert á móti vel við samkeppni, og bað mig um að leiðrétta þessi ummæli mín á opinberum vettvangi. Fjórum dögum síðar sendi hann mér annan póst þar sem hann ítrekaði þessa beiðni sína. Í fyrstu hafði ég ekki hugsað mér að bregðast sérstaklega við bréfi Boga. Ummæli mín um að svar Bjarna „minnti mig svolítið á orð“ viðskiptamanns ársins þóttu mér einfaldlega ekki gefa tilefni til þess. Nafnbót Boga hafði sætt beinskeyttri gagnrýni og háðsglósum í aðdraganda Kryddsíldar og hefur forstjórinn því þurft að senda ófáa pósta um áramótin ef hugrenningatengslin mín kölluðu á bréfaskriftir. Eitthvað Bogið við bréfið Því spurði ég mig: Hvers vegna ætli þetta hafi farið svona fyrir brjóstið á honum? Viðskiptamaður ársins, sem varði umræddu ári í stríð við eigin starfsmenn milli þess sem hann þáði milljarða úr sjóðum almennings til að halda sér á floti, hlýtur að hafa öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa en að eltast við einhvern svona tittlingaskít. Ætli það sé vegna þess að við Píratar vorum eini flokkurinn á þingi sem lagðist gegn því að veita Icelandair ríkisaðstoð í haust? Ríkisaðstoð sem hvílir á áætlunum Icelandair um að nýtt íslenskt flugfélag muni ekki líta dagsins ljós næstu árin? Það að teikna upp slíkar áætlanir og gefa stjórnvöldum um leið hvata til að þær rætist er ekki beint til marks um dálæti á samkeppni. Ætli það sé kannski vegna þess að Píratar tóku einarða afstöðu með flugfreyjum í kjarabaráttu þeirra við Icelandair? Sem máttu þola það að viðskiptamaður ársins þverbryti allar reglur í vinnudeilum, færi framhjá samninganefnd flugfreyja og segði þeim síðan upp í miðri kjarabaráttu - allt í nafni samkeppnishæfni? Ást manns á samkeppni þarf að vera býsna heit til þess að maður sé tilbúinn að grafa undan eigin starfsmönnum fyrir hana, en hvað um það. Bjarni og Bogi Eða kannski var það bara samanburðurinn við fjármálaráðherra sem mæltist svona illa fyrir? Sá hafði sjálfur verið í eldlínunni eftir að hafa verið nappaður grímulaus í fjölmennri samkomu í Ásmundarsal. Það kæmi mér þó á óvart, enda virðast þeir Bjarni og Bogi oft ganga í takt. Þegar Bjarni var t.d. spurður í beinni útsendingu hvers vegna rétt væri að veita Icelandair ríkisábyrgð var það fyrsta hugsun Bjarna að það væri „mat forsvarsmanna félagsins“ að hennar væri þörf. Ekki að það væri hagur almennings, ferðaþjónustunnar eða ríkissjóðs að aðstoða Icelandair umfram önnur fyrirtæki og umfram þá milljarða sem félagið hafði áður fengið í gegnum aðrar aðgerðir, heldur væri það einfaldlega mat Boga og félaga. Don't hate the Play air Rúmri klukkustund eftir að Bjarni lét þessi orð falla í beinni útsendingu gekk hann inn í þingsal og samþykkti ríkisaðstoðina. Fyrir liggur að það var beiðni Boga en ekki aðdáun Bjarna á samkeppni sem stýrði þeirri ákvörðun hans. Samkeppniseftirlitið tók af allan vafa um það. „Fyrirsjáanlegt er að ríkisaðstoðin muni hafa skaðleg áhrif á samkeppni,“ sagði í harðorðri umsögn þess um málið. Eftirlitinu leist heldur ekkert á þá staðreynd að Icelandair gæti virkjað ríkisaðstoðina ef svo færi að „aukin samkeppni muni leiða til lægri verða á flugsætum en gert er ráð fyrir.“ Í þessu samhengi nefndi Samkeppniseftirlitið sérstaklega að flugfélagið Play væri í startholunum, enda væri það mat eftirlitsins að áform Play um að hefja flugrekstur hér á landi væru „þýðingarmikil í samkeppnislegu tilliti.“ Ekki þyrfti því að „fjölyrða um þá skekktu samkeppnisstöðu“ sem af ríkisaðstoðinni myndi hljótast fyrir keppinauta eins og Play, með tilheyrandi tapi fyrir neytendur. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var raunar mjög einföld: Með hliðsjón af öllu framangreindu er ljóst að hin áformaða ríkisaðstoð mun, að öllu öðru óbreyttu, styrkja stöðu Icelandair í samkeppni við starfandi fyrirtæki, eða fyrirtæki sem hyggja á innkomu á þá markaði sem félagið starfar á. Að bregðast Bogalistin Krafa Boga um margra milljarða ríkisaðstoð og barátta Bjarna fyrir samþykkt hennar miðaði því beinlínis að því að skaða samkeppnina sem Bogi og Bjarni segjast vera svo annt um. Eina stundina fagna þeir samkeppni opinberlega - en þá næstu krefjast þeir þess að ríkið leggi stein í götu hennar. Að þessu sögðu get ég tekið undir með Boga. Ég hefði átt að vera nákvæmari í Kryddsíldinni þegar ég vísaði í orð þessa ríkisstyrktasta viðskiptamanns ársins. Eftir nánari umhugsun og lestur þessara bréfa hef ég nefnilega áttað mig á því að honum er ekki illa við samkeppni, svo lengi sem það er ekki íslensk samkeppni. Höfundur er þingmaður Pírata
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun