Nýsköpunarmót opinberra aðila og fyrirtækja Hildur Sif Arnardóttir skrifar 2. maí 2020 08:00 Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar