Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 21:33 Deborah Birx fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins. Vísir/EPA Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37
Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26