Vefkerfi sem skiptir sköpum Regína Ásvaldsdóttir og Óskar J. Sandholt skrifa 1. apríl 2020 21:45 Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, þann 27. mars, var kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaununum. Verðlaunin eru haldin árlega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Verðlaunin voru með öðru sniði þetta árið, en í stað þess að koma saman í raunheimum var sent út beint streymi úr stofum fjölda fólks þar sem sagt var frá sigurvegurum ársins. Í umsögn dómnefndar um vefkerfið Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur segir: „Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metnaðurinn á bakvið verkefnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notendavænt. Frábærlega vel útfærð lausn.“ Rafræn fjárhagsaðstoð er fyrsti stóri verkferillinn hjá Reykjavíkurborg sem er rafvæddur með þessum hætti. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með veffyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Á þeim tiltölulega stutta tíma, sem liðinn er frá því að opnað var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækjandann, sem upplifir hlýlegt viðmót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýsingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2.2% umsækjenda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi rafvæðingu ferla á vegum þjónustustofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing umsókna og ferla er þar í lykilhlutverki. Viðtökurnar sem þetta vefkerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þróun nýrra lausna fyrir borgarbúa. Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs og Óskar J. Sandholt, er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun