Dauðsföllum fækkar en Spánn tekur fram úr Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 12:01 Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni. AP/Alvaro Barrientos Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43