Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 20:10 Götur átta borga í Frakklandi voru nær mannlausar í nótt út af útgöngubanninu. AP Photo/Laurent Cipriani Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46
Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent