Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 13:36 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á þýska þinginu í morgun. EPA/HAYOUNG JEON Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Sagði hún ljóst að bóluefni myndi ekki duga eitt og sér til að draga úr dreifingu nýju kóróneirunnar í Þýskalandi. Gripið var til hertra sóttvarna fyrir um sex vikum síðan. Börum og veitingastöðum var lokað en skólar voru áfram opnir og sömuleiðis verslanir. Merkel sagðist einnig andvíg því að opna hótel yfir hátíðirnar svo fjölskyldumeðlimir gætu komið saman, samkvæmt frétt DW. Hér má sjá yfirlitsmynd sem sýnir 14 daga nýgengi smit á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu.ECDC Samkvæmt alríkiskerfi Þýskalands er það á höndum yfirvalda hvers héraðs landsins fyrir sig að ákvarða sóttvarnaaðgerðir en Merkel hvatti ráðamenn að fylgja tillögum vísindamanna. Einhverjir hafa ekki viljað gera það og þá sérstaklega ráðamenn í héruðum þar sem útbreiðsla veirunnar er ekki mikil. Alls hafa 1.218.524 greinst smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi og 19.932 hafa dáið vegna sjúkdómsins. Á þeim sex vikum síðan sóttvarnir voru hertar hefur dregið úr veldisvexti veirunnar en 14 daga nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er enn 309.8 og nýgengi dauðsfalla um 6,2, samkvæmt nýjustu tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Útbreiðsla veirunnar í Evrópu hefur versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Það hefur að hluta til verið rakið til þess hve hratt ráðamenn í Evrópu léttu á takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum í vor og í sumar. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. 9. desember 2020 14:11