Ólögmætt uppgreiðslugjald Ólafur Ísleifsson skrifar 6. desember 2020 10:01 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Dómurinn hefur ekki aðeins áhrif fyrir einstaklingana sem höfðuðu málið heldur fyrir þúsundir lánþega og heimila. Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni. Óvíst er um framhaldið hvort ráðist verði í endurgreiðslur, eða hvort ÍLS lætur sverfa til stáls og áfrýjar til Landsréttar. Fyrirspurn á Alþingi um uppgreiðslugjald Húsnæðislán Íbúðalánasjóðs til neytenda með skilmálum um uppgreiðslugjöld voru hátt í 14 þúsund talsins á árabilinu 2005-13. Lán með uppgreiðsluþóknun voru fyrst veitt á árinu 2005 og allt til 1. nóvember 2013. Lán sem greidd voru upp með uppgreiðslugjaldi á árabilinu 2008-18 eru nærri 6.400 talsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2018 um uppgreiðslugjaldið. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að heildarfjárhæð innheimtra uppgreiðslugjalda á árabilinu 2013-17 nemi um 2,4 milljörðum króna. Sú fjárhæð gæti hafa hækkað að mun á árunum 2018-20. Átti venjulegt fólk að hafa sérfræðiþekkingu til að áætla uppgreiðslugjald? Í svari við spurningu um hvernig fjárhæð uppgreiðslugjalda slíkra lána væri reiknuð kom glögglega fram að reikniaðferð uppgreiðsluþóknunar var ógagnsæ og ekki á færi nema sérfræðinga á átta sig á hver hún væri. Í fyrirspurninni var leitað svara við á hvaða lagaheimildum álagning uppgreiðslugjalds væri reist. Í svarinu var vísað til ákvæða laga um húsnæðismál og þeim reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Þá blasti við að látið yrði reyna á það fyrir dómi hvort reglusetningin stæðist kröfur laganna, m.a. að í reglugerð skyldi kveðið á um hlutfall þóknunar sem ÍLS gæti áskilið sér eins og almenn venja var á íslenskum fasteignalána-markaði, en þó að hámarki sem nam kostnaði sjóðsins vegna uppgreiðslunnar. Nú liggur dómur héraðsdóms fyrir. Reglusetningin stenst ekki lög. Lánþegar látnir gjalda þegar reglugerð stangast á við lög Reglusetningin um uppgreiðslugjald sem ákvörðuð var með reglugerðum 2005 um gjaldskrá ÍLS stenst að mati héraðsdóms ekki áskilnað húsnæðislaga um heimild til að bjóða lán með uppgreiðslugjöldum. Segir í dómnum að hún geti því ekki verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Þetta þýðir að reglugerðirnar gengu lengra en lögin heimila. Uppgreiðslugjaldið var ólögmætt. Að lögum var óheimilt að krefja lánþega um þetta gjald við uppgreiðslu láns eða greiðslur inn á lán. Gjaldið var tekið af lánþegum í heimildarleysi. Ályktanir af dómnum Haft er í fjölmiðlum eftir Þóri Skarphéðinssyni lögmanni sem vann málið að dómurinn feli þrennt í sér: 1. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um uppgreiðslugjald þegar þeir greiddu upp lán sín. 2. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um þóknun þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum. 3. Að þeir skuldarar sem ekki hafa getað endurfjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalánasjóði (með nýjum hagstæðari lánum frá öðrum lánveitendum) vegna kröfu um uppgreiðslugjald geta nú krafist þess að greiða þau lán upp án viðbótargjalds. Að mati dómsins var lögfest að ÍLS gæti ekki áskilið sér þóknun umfram raunverulegan kostnað vegna tiltekins láns. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að er umrætt lán var veitt var alþekkt að lánastofnanir krefðust uppgreiðslugjalds ef greitt var af láni fyrir gjalddaga eins og segir í dómnum. Venja var að uppgreiðslugjald væri tilgreint sem hlutfall af eftirstöðvum lánsins við uppgreiðslu og segir í dómnum að af almennri reynslu á markaði mættu skuldarar hafa vænst þess að umfang uppgreiðsluþóknunar næmi í hæsta lagi tveimur til þremur prósentum af uppgreiðsluvirði láns. Fram kemur í dómnum að fólkið sem höfðaði málið var krafið um fjárhæð sem samsvarar 16% af heildaruppgreiðsluverði veðbréfsins Viðbrögð við dómi héraðsdóms Sú spurning vaknar hvort ráðherra muni sjá til þess að allir sem hafa greitt ólögmætt uppgreiðslugjald fái það endurgreitt. Spyrja má hvort það verði gert strax eða endurgreiðslu frestað ef málinu verður áfrýjað? Sjálfsagt verður að telja að ráðherra sjái til þess að ÍLS krefjist ekki uppgreiðslugjalds af lánum sem framvegis verða uppgreidd svo lengi sem réttaráhrif dómsins standa óhögguð, en hafa verður í huga að áfrýjun til Landsréttar frestar réttaráhrifum dómsins. Þá vaknar spurning hvernig ráðherra telur rétt að koma til móts við þá sem tóku Íbúðalánasjóðslán með hærri vöxtum en ella til að forðast skilyrði um uppgreiðslugjöld? Þá er ótalið tjónið sem fjöldi fólks hefur orðið fyrir með því að hafa ekki vegna uppgreiðslugjaldsins setið fast og ekki getað endurfjármagnað lán sín með hagstæðari kjörum en það býr við á láni frá ÍLS. Dómur héraðsdóms sætir miklum tíðindum, ekki síst fyrir þá sök að neytendur á íbúðalánamarkaði hafa átt erfitt uppdráttar. Augljós rangindi við framkvæmd verðtryggingar fást ekki leiðrétt og þungur róður sýnist við að fá samþykkt lyklafrumvarp. Mikilvægt er að allir sem hagsmuna eiga að gæta geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja rétt sinn, m.a. til greiðslu dráttarvaxta af ofteknu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Húsnæðismál Dómsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Dómurinn hefur ekki aðeins áhrif fyrir einstaklingana sem höfðuðu málið heldur fyrir þúsundir lánþega og heimila. Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni. Óvíst er um framhaldið hvort ráðist verði í endurgreiðslur, eða hvort ÍLS lætur sverfa til stáls og áfrýjar til Landsréttar. Fyrirspurn á Alþingi um uppgreiðslugjald Húsnæðislán Íbúðalánasjóðs til neytenda með skilmálum um uppgreiðslugjöld voru hátt í 14 þúsund talsins á árabilinu 2005-13. Lán með uppgreiðsluþóknun voru fyrst veitt á árinu 2005 og allt til 1. nóvember 2013. Lán sem greidd voru upp með uppgreiðslugjaldi á árabilinu 2008-18 eru nærri 6.400 talsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2018 um uppgreiðslugjaldið. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að heildarfjárhæð innheimtra uppgreiðslugjalda á árabilinu 2013-17 nemi um 2,4 milljörðum króna. Sú fjárhæð gæti hafa hækkað að mun á árunum 2018-20. Átti venjulegt fólk að hafa sérfræðiþekkingu til að áætla uppgreiðslugjald? Í svari við spurningu um hvernig fjárhæð uppgreiðslugjalda slíkra lána væri reiknuð kom glögglega fram að reikniaðferð uppgreiðsluþóknunar var ógagnsæ og ekki á færi nema sérfræðinga á átta sig á hver hún væri. Í fyrirspurninni var leitað svara við á hvaða lagaheimildum álagning uppgreiðslugjalds væri reist. Í svarinu var vísað til ákvæða laga um húsnæðismál og þeim reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Þá blasti við að látið yrði reyna á það fyrir dómi hvort reglusetningin stæðist kröfur laganna, m.a. að í reglugerð skyldi kveðið á um hlutfall þóknunar sem ÍLS gæti áskilið sér eins og almenn venja var á íslenskum fasteignalána-markaði, en þó að hámarki sem nam kostnaði sjóðsins vegna uppgreiðslunnar. Nú liggur dómur héraðsdóms fyrir. Reglusetningin stenst ekki lög. Lánþegar látnir gjalda þegar reglugerð stangast á við lög Reglusetningin um uppgreiðslugjald sem ákvörðuð var með reglugerðum 2005 um gjaldskrá ÍLS stenst að mati héraðsdóms ekki áskilnað húsnæðislaga um heimild til að bjóða lán með uppgreiðslugjöldum. Segir í dómnum að hún geti því ekki verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Þetta þýðir að reglugerðirnar gengu lengra en lögin heimila. Uppgreiðslugjaldið var ólögmætt. Að lögum var óheimilt að krefja lánþega um þetta gjald við uppgreiðslu láns eða greiðslur inn á lán. Gjaldið var tekið af lánþegum í heimildarleysi. Ályktanir af dómnum Haft er í fjölmiðlum eftir Þóri Skarphéðinssyni lögmanni sem vann málið að dómurinn feli þrennt í sér: 1. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um uppgreiðslugjald þegar þeir greiddu upp lán sín. 2. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um þóknun þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum. 3. Að þeir skuldarar sem ekki hafa getað endurfjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalánasjóði (með nýjum hagstæðari lánum frá öðrum lánveitendum) vegna kröfu um uppgreiðslugjald geta nú krafist þess að greiða þau lán upp án viðbótargjalds. Að mati dómsins var lögfest að ÍLS gæti ekki áskilið sér þóknun umfram raunverulegan kostnað vegna tiltekins láns. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að er umrætt lán var veitt var alþekkt að lánastofnanir krefðust uppgreiðslugjalds ef greitt var af láni fyrir gjalddaga eins og segir í dómnum. Venja var að uppgreiðslugjald væri tilgreint sem hlutfall af eftirstöðvum lánsins við uppgreiðslu og segir í dómnum að af almennri reynslu á markaði mættu skuldarar hafa vænst þess að umfang uppgreiðsluþóknunar næmi í hæsta lagi tveimur til þremur prósentum af uppgreiðsluvirði láns. Fram kemur í dómnum að fólkið sem höfðaði málið var krafið um fjárhæð sem samsvarar 16% af heildaruppgreiðsluverði veðbréfsins Viðbrögð við dómi héraðsdóms Sú spurning vaknar hvort ráðherra muni sjá til þess að allir sem hafa greitt ólögmætt uppgreiðslugjald fái það endurgreitt. Spyrja má hvort það verði gert strax eða endurgreiðslu frestað ef málinu verður áfrýjað? Sjálfsagt verður að telja að ráðherra sjái til þess að ÍLS krefjist ekki uppgreiðslugjalds af lánum sem framvegis verða uppgreidd svo lengi sem réttaráhrif dómsins standa óhögguð, en hafa verður í huga að áfrýjun til Landsréttar frestar réttaráhrifum dómsins. Þá vaknar spurning hvernig ráðherra telur rétt að koma til móts við þá sem tóku Íbúðalánasjóðslán með hærri vöxtum en ella til að forðast skilyrði um uppgreiðslugjöld? Þá er ótalið tjónið sem fjöldi fólks hefur orðið fyrir með því að hafa ekki vegna uppgreiðslugjaldsins setið fast og ekki getað endurfjármagnað lán sín með hagstæðari kjörum en það býr við á láni frá ÍLS. Dómur héraðsdóms sætir miklum tíðindum, ekki síst fyrir þá sök að neytendur á íbúðalánamarkaði hafa átt erfitt uppdráttar. Augljós rangindi við framkvæmd verðtryggingar fást ekki leiðrétt og þungur róður sýnist við að fá samþykkt lyklafrumvarp. Mikilvægt er að allir sem hagsmuna eiga að gæta geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja rétt sinn, m.a. til greiðslu dráttarvaxta af ofteknu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun