Faraldurinn víða verri en í vor Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 15:18 Heilbrigðisstarfsmenn í Ungverjalandi flytja mann með Covid-19 á sjúkrahús. EPA/Zoltan Balogh Þrátt fyrir að hafa tekist að draga verulega úr umfangi faraldurs nýju kórónuveirunnar í vor og í sumar, er staðan nú víðast hvar í Evrópu svipuð eða verri en þá. Bæði smituðum og dauðsföllum hefur farið hratt fjölgandi. Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Sjö daga meðaltal dauðsfalla í ríkjum Evrópusambandsins, auk Bretlands, Íslands, Liechtenstein og Noregs, fór í lok nóvember yfir meðaltalið þegar ástandið var hvað verst í apríl. Þann 28. nóvember var það 4.082 dauðsföll, samkvæmt samantekt New York Times. Bara í nóvember dóu nærri því 105 þúsund manns vegna Covid-19 í því 31 ríki sem Sóttvarnastofnun Evrópou fylgist með. Í heildina hafa 339.409 dáið af þeim 13.680.014 sem greinst hafa smitaðir. Hér má sjá mynd frá ECD, sem gerð var á miðvikudaginn. Hún sýnir nýgengi smita í Evrópu. Í greiningu NYT segir að ráðamenn í Evrópuy hafi aflétt aðgerðum vegna faraldursins of snemma. Vísað er sérstaklega í orð Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þann 14. apríl. Þá sagði hún að mögulega þyrfti að stöðva ferðalög Evrópubúa yfir sumarið. Viku seinna hafði henni snúist hugur. Framkvæmdastjórnin gerði tillögur um hvernig væri hægt að fella niður takmarkanir hægt og rólega. Lagt var til að farið yrði varlega í slíkar aðgerðir. Flestir ráðamenn í Evrópu fóru þó hraðar en lagt hafði verið til og á það sérstaklega við ríki Suður-Evrópu þar sem ráðamenn vildu sérstaklega koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar. Vonast var til þess að hraðar tilslakanir myndu bæta hagvöxt, sem hafði dregist töluvert saman. Til marks um þá viðleitni þó ferðuðust rúmlega fjórar milljónir manna til Spánar í júlí og ágúst. Flest þeirra þurftu ekki að fara í skimun eða sóttkví vegna ferðalagsins. Hvorki þegar komið var til Spánar eða þegar þau flugu heim. Vísbendingar er um að þessar ákvarðanir ráðamanna hafi leitt til þessarar seinni bylgju. Nú er verið að grípa til umfangsmikilla aðgerða, aftur, víðsvegar um Evrópu. Ástandið er þó ekki eingöngu slæmt í Evrópu. Faraldurinn hefur einnig náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira