Takk Ásmundur Einar! Sæunn Kjartansdóttir skrifar 1. desember 2020 13:30 Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Sæunn Kjartansdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Starf mitt með ungbörnum og foreldrum undanfarin ár hefur leitt mig á fundi með nokkrum ráðherrum félags- og heilbrigðismála. Tilgangurinn hefur verið að fá liðsinni við málefni ungbarnafjölskyldna í vanda. Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá samtal við jafn upptekið fólk en sumir hafa sýnt málefninu áhuga og lagt því mikilvægt lið, til dæmis Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem tók á síðasta ári ákvörðun um að færa starfsemi Miðstöðvar foreldra og barna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Margir hafa talið mig skorta skilning á ríkisfjármálum og að allt tal um framtíðarávinning þess að fjárfesta í velferð barna væri falleg hugmynd en óraunhæf. Svo tók Ásmundur Einar Daðason við embætti félags- og barnamálaráðherra. Mér hafði ekki gefist ráðrúm til að panta hjá honum tíma þegar ég var boðuð á fund í félagsmálaráðuneytinu. Þar sagði ráðherra frá sýn sinni á kerfið og hverju þyrfti að breyta. Ég var satt að segja slegin út af laginu vegna þess að mér leið eins og ég hefði skrifað minnisblaðið hans. Og nú er þetta ekki lengur minnisblað heldur fullbúið frumvarp sem byggir á þeirri forsendu að okkur beri ekki einungis siðferðileg skylda til að sjá til þess að kerfið standi betur vörð um velferð barna heldur sé það fjárhagslega arðbært. Ég vil þakka Ásmundi Einari og samstarfsfólki hans fyrir barnvænu byltinguna sem þau nú boða. Úrlausnarefnin verða sjálfsagt ekki einföld í framkvæmd en leiðin er mörkuð. Ég hlakka til að vinna undir formerkjum farsældar barna en verð þó að hnykkja á að ég er enn þeirrar skoðunar að fæðingarorlofsfrumvarpið þarfnist meiri ígrundunar. Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar