Les fyrir jólapróf í læknisfræði á milli leikjanna sem gætu skilað Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 12:01 Elín Metta Jensen hefur skorað sex mörk í undankeppninni, þar á meðal þetta mark hér gegn Svíum sem gæti reynst afar dýrmætt. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen nýtir þann tíma sem gefst í landsleikjatörnum til að sinna námi sínu í læknisfræði. Hún er því í jólapróflestri fyrir leikina mikilvægu við Slóvakíu og Ungverjaland. Elín Metta Jensen nýtir þann tíma sem gefst í landsleikjatörnum til að sinna námi sínu í læknisfræði. Hún er því í jólapróflestri fyrir leikina mikilvægu við Slóvakíu og Ungverjaland. Ísland mætir Slóvakíu kl. 17 í dag í bænum Senec, eftir að hafa dvalið í Bratislava frá því á sunnudag. Liðið mætir svo Ungverjalandi í Újpest á þriðjudaginn. Í húfi er sæti á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Elín Metta hefur verið íslenska liðinu afar dýrmæt í undankeppninni og skorað í fimm leikjum af sex, samtals sex mörk. Það var einmitt hún sem að skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan. Valskonan var að sjálfsögðu einnig með í níu daga ferðinni til Svíþjóðar í lok október og mun því hafa verið í 20 daga erlendis þegar landsliðið snýr aftur heim næsta miðvikudag. Hún hafði heppnina með sér í Evrópuleikjum Vals því liðið fékk heimaleik í báðum umferðunum sem það tók þátt í nú í vetur. Reyni að vera dugleg hérna úti Samhliða því að spila og skora mörk fyrir landsliðið og Val sinnir Elín Metta krefjandi námi í læknisfræði, og tekst að láta það ganga upp: „Það hefur gengið ágætlega. Það er ákveðinn kostur að út af Covid þá er allt unnið að heiman og flestir fyrirlestrar í gegnum tölvuna. Ég hef því ekki þurft að sleppa því að mæta eitthvert, sem er ágætt,“ sagði Elín Metta við Vísi í gær. „En það eru jólapróf hjá mér þegar ég kem heim þannig að ég reyni að vera dugleg að læra fyrir þau hérna úti, þegar tími gefst. Svo er bara að vona það besta, að þetta reddist,“ sagði framherjinn og brosti. Klippa: Elín Metta í jólapróflestri EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? 26. nóvember 2020 09:01 „Erfitt að brjóta þetta lið“ „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. 25. nóvember 2020 14:30 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Elín Metta Jensen nýtir þann tíma sem gefst í landsleikjatörnum til að sinna námi sínu í læknisfræði. Hún er því í jólapróflestri fyrir leikina mikilvægu við Slóvakíu og Ungverjaland. Ísland mætir Slóvakíu kl. 17 í dag í bænum Senec, eftir að hafa dvalið í Bratislava frá því á sunnudag. Liðið mætir svo Ungverjalandi í Újpest á þriðjudaginn. Í húfi er sæti á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Elín Metta hefur verið íslenska liðinu afar dýrmæt í undankeppninni og skorað í fimm leikjum af sex, samtals sex mörk. Það var einmitt hún sem að skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan. Valskonan var að sjálfsögðu einnig með í níu daga ferðinni til Svíþjóðar í lok október og mun því hafa verið í 20 daga erlendis þegar landsliðið snýr aftur heim næsta miðvikudag. Hún hafði heppnina með sér í Evrópuleikjum Vals því liðið fékk heimaleik í báðum umferðunum sem það tók þátt í nú í vetur. Reyni að vera dugleg hérna úti Samhliða því að spila og skora mörk fyrir landsliðið og Val sinnir Elín Metta krefjandi námi í læknisfræði, og tekst að láta það ganga upp: „Það hefur gengið ágætlega. Það er ákveðinn kostur að út af Covid þá er allt unnið að heiman og flestir fyrirlestrar í gegnum tölvuna. Ég hef því ekki þurft að sleppa því að mæta eitthvert, sem er ágætt,“ sagði Elín Metta við Vísi í gær. „En það eru jólapróf hjá mér þegar ég kem heim þannig að ég reyni að vera dugleg að læra fyrir þau hérna úti, þegar tími gefst. Svo er bara að vona það besta, að þetta reddist,“ sagði framherjinn og brosti. Klippa: Elín Metta í jólapróflestri
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? 26. nóvember 2020 09:01 „Erfitt að brjóta þetta lið“ „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. 25. nóvember 2020 14:30 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? 26. nóvember 2020 09:01
„Erfitt að brjóta þetta lið“ „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. 25. nóvember 2020 14:30
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00