Fox semur við foreldra Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 13:40 Frá höfuðstöðvum Fox News í New York. AP/Richard Drew Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða. Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða.
Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira