Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 22:16 Sjúkraliði kannar líðan sjúklings sem talið er að sé smitaður af covid-19 fyrir utan bráðamóttöku Cotugno-sjúkrahússins í Napólí. Svo mikið álag er á sjúkrahúsum í borginni að sinna þarf sjúklingum í bílum þeirra. Vísir/Getty Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17