Segir langan og erfiðan vetur framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 21:27 Þjóðverjar eru gjarnir á að ganga með grímur. Þessi mynd er tekin í Leipzig. Getty/Jens Schlueter Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira