Brann setti heimsmet í að ná inn leikmanni á síðustu stundu: 23:59:59 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 11:01 Það munaði ekki litlu að Sander Svendsen kæmist ekki til norska félagsins Brann frá OB. Getty/Lars Ronbog Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa. Norski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa.
Norski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira