Skotið fram hjá Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. september 2020 13:30 Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og stjórnvöld geri eins lítið og þau komast upp með. Og þegar þau gera eitthvað þá missir það oft marks. Það er svo hættulegt í svona djúpri kreppu. Förum yfir nokkrar staðreyndir: 1. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið útgjöld til að mæta að Covid. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins milli fyrri árshelminga ´19 og ’20 jukust um 47 milljarða kr. Það er 1,5% af landsframleiðslu eða 5% af fjárlögum. Finnst fólki það nóg til að mæta dýpstu kreppu lýðveldissögunnar og 20.000 manna atvinnuleysi? 2. Ríkisstjórnin segist hafa stóraukið fjárfestingar vegna Covid. Hið rétta er að þegar þjóðhagsreikningar eru skoðaðir þá „minnkaði“ opinber fjárfesting eftir að veiran skall á. Hagfræðideild Landsbankans skrifaði í vikunni: „Fjárfesting ríkissjóðs minnkaði um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020“ og „Sé litið á heildarmyndina er samt nokkuð ljóst að áform síðustu missera um stóraukna opinbera fjárfestingu hafa ekki náðst enn sem komið er, hvort sem litið er á opinberar tölur um þjóðhagsreikninga eða tölur um fjármál hins opinbera“. 3. Ríkisstjórnin segist hafa sett nýsköpun í forgang. Hið rétta er að nýsköpun hefur fengið undir 10% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar (þar með talið þeim aðgerðum sem voru tilkynntar í gær). Og nú er fókusinn hjá ríkisstjórninni að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun spara 300 milljónir kr. á kostnað nýsköpunar. Breytingar á umhverfi nýsköpunar verða að vera til að bæta núverandi ástand, ekki til að spara. Of lítið, of seint 4. Aðrar aðgerðir hafa verið misheppnaðar. a. Íslenska ríkisstjórnin er örugglega eina ríkisstjórnin í heiminum sem kaus að niðurgreiða uppsagnir í stað þess að búa til störf og verja þau. b. Brúarlánin sem áttu að vera 80 milljarðar en voru orðin rúmlega einn milljarður í byrjun september og nánast eini lántakandinn enn sem komið er Icelandair. c. Frestun skattgreiðslna varð einn fimmti af því sem til stóð. d. Lokunarstyrkirnir voru í lok sumars einungis um 8% af því sem til stóð og afgreidd stuðningslán um 11%. e. Ferðagjöfin varð alltof lítil og endaði stundum hjá fyrirtækjum sem þurftu ekki sérstakan stuðning vegna Covid. f. Markaðsátakið fór fyrir lítið þegar landinu var lokað. g. Teknar voru fyrirhugaðar 400 milljónir kr. af stuðningi til fjölmiðla sem áttu að renna til þeirra óháð Covid. Það sem þó var sett til fjölmiðla vegna Covid rann mest til Morgunblaðsins sem virðist ekki skorta styrktaraðila. h. Þær fjárhæðir sem ríkisstjórnin hefur sett í „félagslegar“ aðgerðir vegna Covid eru lægri en sem nemur fyrirhugaðri lækkun veiðileyfagjaldsins á kjörtímabilinu. i. Nýjasta tillaga ríkisstjórnarinnar frá því í gær um að hvetja til þátttöku almennings með kaupum á hlutabréfum sýnir kannski vel hvar fókusinn liggur hjá ríkisstjórninni. Virkaði eitthvað? 5. Sumt gekk þó ágætlega. Hlutabótaleiðin, sem var leið sem síðasta stjórn Samfylkingarinnar bjó til, virkaði ágætlega og varð að raunverulegu björgunarneti fyrir fólk og fyrirtæki eftir þverpólitíska samvinnu í velferðarnefnd Alþingis. „Allir vinna“-átakið, kreppuúrræði sem er líka fengið að láni frá Jóhönnustjórninni, hefur skilað sér í auknum efnahagsumsvifum og bætt kaupmátt þeirra sem hafa getað nýtt sér það. Listamannalaunum var fjölgað að tillögu okkar í Samfylkingunni en þó alltof lítið og enn eru skemmtikraftar og listafólk skildir eftir á köldum klaka. 6. Eftir stendur að 20.000 Íslendingar eru atvinnulausir og þeim fer fjölgandi. Nánast hvergi er að sjá þau störf sem ríkisstjórnin ætti að vera að skapa. En ríkisstjórnin hélt auðvitað fullt af blaðamannafundum. Kannski var það atvinnuskapandi. Á morgun kynnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun til næstu ára. Ég vona innilega að nú verði skipt um kúrs og ráðist í kraftmeiri aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki en ekki enn eitt skot sem lendir langt utan vallar og gagnast fáum. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að standa vaktina, leggja til lausnir og benda á það sem betur má fara. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun