Man ekki eftir jafn stórum hóp heiðagæsa yfir borginni Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 18:32 Heiðagæsahópurinn sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið. „Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi. Dýr Reykjavík Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Hefði ég séð þetta sjálfur í eigin persónu þætti mér það mjög eftirminnilegt,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, um feiknastóran hóp fugla sem flaug yfir höfuðborgarsvæðið á sjötta tímanum í dag. Fréttastofa náði upptöku af þessum fuglahópi á meðan hann fór yfir borgina. „Þetta er alveg magnað. Ég man ekki eftir að hafa svona stóran hóp fara yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Gunnar Þór. Myndband af hópnum má sjá hér fyrir neðan: Hann taldi að þetta væri hópur heiðagæsa, en gat þó ekki fullyrt það með vissu. Hann benti á helsta sérfræðing Íslands í heiðagæsum, Arnór Þóri Sigfússon, sem er dýravistfræðingur hjá Verkís. „Þetta er ansi magnaður hópur,“ svarar Arnór eftir að hafa séð myndbandið. Hann telur miklar líkur á að þarna hafi farið hópur heiðagæsa. „Það er ekki ólíklegt að þetta séu heiðagæsir að koma frá Grænlandi,“ segir Arnór en á þó erfitt með að fullyrða að þetta séu heiðagæsir. Hann hefði helst þurft að heyra í þeim til að geta staðfest það. Þetta gæti einnig verið hópur helsingja. Hann bendir á að heiðagæsastofninn verpi hér á landi en hluti hans verpir á Grænlandi. Þá fari einnig talsvert af geldfugli, sem eru ungir og ókynþroska fuglar, til Grænlands til að fella fjaðrir. Einnig fari heiðagæsir, sem misst hafa maka, til Grænlands til að fella fjaðrir. Arnór segir heiðagæsirnar fella fjaðrir einu sinni ári. Það geri þær til að skipta út slitnum fjöðrum. Á meðan þær fella fjaðrir eru þær ófleygar í einhvern tíma. Grænland verði fyrir valinu því þar er hægt á fá frið á meðan. Heiðagæsin hefur aðallega vetursetu í Skotlandi en einnig í vaxandi mæli í Englandi.
Dýr Reykjavík Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira