Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 15:33 Añez kynnti ákvörðun sína um að draga framboðið til baka í myndbandi á samfélagsmiðlum í gær. AP/Juan Karita Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir. Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir.
Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40
Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47