Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 10:25 Breska pressan heldur því fram að ensku landsliðsmennirnir hafi haft vitorðsmenn í hópi starfsmanna hótelsins, sem hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkum inn til þeirra. Hótelstjórinn vísar því alfarið á bug. getty/mike egerton/stöð 2 Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi í því að starfsmaður hótelsins hafi þegi greiðslu fyrir að hleypa íslenskum stúlkum inn til að hitta ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood eftir landsleik Íslands og Englands. Málið hefur tröllriðið fjölmiðlum en landsliðsmennirnir hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnarlög og þeim hefur verið vikið úr landsliðinu með skömm. Enskar fótboltabullur taka því ekki létt og hefur reiði þeirra meðal annars beinst að hinum íslensku stúlkum sem hafa mátt sæta opinberri smánun á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Enska landsliðið veit að þetta er rangt Nýjasta nýtt er svo frétt sem The Sun birtir þar sem því er haldið fram að starfsmaður hótelsins hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkunum á fund landsliðsmannanna. Hinn óþekkti hótelstarfsmaður sé þannig samsekur, vitorðsmaður í því að brjóta sóttvarnarlög. Daily Mail tekur málið upp en Ingibjörg segir þetta staðlausa stafi í samtali við Vísi; hún vísar þessu á bug. Spurð hvernig hún geti fullyrt það segir hún það einfaldlega svo vera að á Sögu eins og á öðrum hótelum séu einungis fáir starfsmenn eftir og þeir sem þar eru séu starfsmenn til fjölda ára. „Þannig er bara ekki okkar kúltúr. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál,“ segir Ingibjörg. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt .“ Enska pressan hefur farið hamförum vegna málsins. The Sun heldur því fram að starfsmaður hótelsins hafi fengið greitt fyrir að koma stúlkunum inn á hótelið en hótelstjórinn segir það hins vegar vera hið mesta rugl.skjáskot Ingibjörg segir þetta mikla æsifréttamennsku sem enska pressan býður uppá um málið. Hún segir að enskir blaðamenn hafi reynt að hafa samband, potast eins og hægt er, eins og Ingibjörg orðar það hún hefur ekki veitt þeim viðtal. Hún vonast til þess að æsifréttamennskan á Íslandi sé ekki eins mikil og á Bretlandseyjum. Virðir trúnað við sína gesti Þrátt fyrir allt þetta vill Ingibjörg þó ekki meina að þessu máli öllu hafi fylgt mikið álag. „Nei, alls ekki. Þetta var dásamlegt að fá að hafa enska landsliðið hjá okkur. Öll samskipti gengu vel þó að þetta hafi endað svona.“ En, þú metur það þá svo að þetta sé ekki óþægilegt fyrir Hótelið eða komi ykkur illa? „Nei, ég tel það ekki vera. Auðvitað er öll umfjöllun, ef hún er ósanngjörn, erfið. Og þá verður maður leiður yfir henni. En þegar maður veit hvað er rétt þá er maður tiltölulega rólegur yfir því.“ En hvernig komust stúlkurnar þá inn á hótelið? „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru. En þetta er algerlega út takti við okkar kúltúr, þetta sem verið er að halda fram,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Fjölmiðlar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi í því að starfsmaður hótelsins hafi þegi greiðslu fyrir að hleypa íslenskum stúlkum inn til að hitta ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood eftir landsleik Íslands og Englands. Málið hefur tröllriðið fjölmiðlum en landsliðsmennirnir hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnarlög og þeim hefur verið vikið úr landsliðinu með skömm. Enskar fótboltabullur taka því ekki létt og hefur reiði þeirra meðal annars beinst að hinum íslensku stúlkum sem hafa mátt sæta opinberri smánun á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Enska landsliðið veit að þetta er rangt Nýjasta nýtt er svo frétt sem The Sun birtir þar sem því er haldið fram að starfsmaður hótelsins hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkunum á fund landsliðsmannanna. Hinn óþekkti hótelstarfsmaður sé þannig samsekur, vitorðsmaður í því að brjóta sóttvarnarlög. Daily Mail tekur málið upp en Ingibjörg segir þetta staðlausa stafi í samtali við Vísi; hún vísar þessu á bug. Spurð hvernig hún geti fullyrt það segir hún það einfaldlega svo vera að á Sögu eins og á öðrum hótelum séu einungis fáir starfsmenn eftir og þeir sem þar eru séu starfsmenn til fjölda ára. „Þannig er bara ekki okkar kúltúr. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál,“ segir Ingibjörg. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt .“ Enska pressan hefur farið hamförum vegna málsins. The Sun heldur því fram að starfsmaður hótelsins hafi fengið greitt fyrir að koma stúlkunum inn á hótelið en hótelstjórinn segir það hins vegar vera hið mesta rugl.skjáskot Ingibjörg segir þetta mikla æsifréttamennsku sem enska pressan býður uppá um málið. Hún segir að enskir blaðamenn hafi reynt að hafa samband, potast eins og hægt er, eins og Ingibjörg orðar það hún hefur ekki veitt þeim viðtal. Hún vonast til þess að æsifréttamennskan á Íslandi sé ekki eins mikil og á Bretlandseyjum. Virðir trúnað við sína gesti Þrátt fyrir allt þetta vill Ingibjörg þó ekki meina að þessu máli öllu hafi fylgt mikið álag. „Nei, alls ekki. Þetta var dásamlegt að fá að hafa enska landsliðið hjá okkur. Öll samskipti gengu vel þó að þetta hafi endað svona.“ En, þú metur það þá svo að þetta sé ekki óþægilegt fyrir Hótelið eða komi ykkur illa? „Nei, ég tel það ekki vera. Auðvitað er öll umfjöllun, ef hún er ósanngjörn, erfið. Og þá verður maður leiður yfir henni. En þegar maður veit hvað er rétt þá er maður tiltölulega rólegur yfir því.“ En hvernig komust stúlkurnar þá inn á hótelið? „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru. En þetta er algerlega út takti við okkar kúltúr, þetta sem verið er að halda fram,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Fjölmiðlar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34