Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 23:00 Trump ræðir við fyrirtækjaeigendur í Kenosha í dag. Forsetinn reyndi að eigna sér heiður af því að hafa stillt til friðar í borginni með því að kalla út þjóðvarðliðið. Hann kom þó hvergi nærri þeirri ákvörðun sem ríkisstjóri Wisconsin tók. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42
Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00