Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður. Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður.
Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira