Garðyrkja

Fréttamynd

Höllu dreymir um að fá gróður­hús á Bessa­staði

Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Innlent
Fréttamynd

Að eiga tæki frá Sti­hl er lífs­stíll

Nýlega opnuðu Garðheimar sérstaka deild fyrir þýska gæðamerkið Stihl sem m.a. framleiðir slátturorf, keðjusagir, hleðsluverkfæri og ýmis rafmagnstæki. Stihl vörurnar hafa verið seldar hér á landi í næstum hálfa öld og njóta mikilla vinsælda meðal landsmanna. Um helgina verða tilboð á völdum Stihl vörum og öðrum vörum í Garðheimum á svo kölluðum Garðadögum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Rosa­lega erfitt“ að keppa við inn­flutt græn­meti

Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. 

Innlent
Fréttamynd

Á­tján ára í bullandi bisness og anna vart eftir­spurn

Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís

Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Innlent
Fréttamynd

Rækta 60 tonn af ís­lenskum jarðar­berjum

Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu.

Innlent
Fréttamynd

Flóra er ekki fjöl­breytni....

heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­verð til bænda hafi allt að tvö­faldast

Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana.

Innlent
Fréttamynd

Öflug garð­yrkja – lykill að mat­vælaöryggi og grænni fram­tíð

Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur.

Skoðun
Fréttamynd

Ræktar banana í Hafnar­firði með góðum árangri

Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að talað sé um ís­lenska garð­yrkju í þá­tíð

Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Það mikil­vægasta og það auð­veldasta til að gera í garðinum

Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast.

Lífið
Fréttamynd

Hand­gerðir leir­pottar fyrir kröfu­harða kaup­endur

Hjónin Kristín Jónsdóttir og Rafn E Magnusson heilluðust af keramik pottunum frá Kretakotta þegar þau bjuggu í Svíþjóð. Pottarnir koma frá bænum Thrapsano á Krít og eru unnir úr sérvöldum jarðleir með „lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast og verður því fallegra með tímanum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Útimarkaðurinn í Mosó hættir

Ákveðið hefur verið að úti­mark­aði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og framleiðend­um í ná­grenn­inu, verði hætt nú í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit

Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi

Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum.

Innlent