Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 14:20 Hildur Dagbjört furðar sig á því að Ísafjarðarbær hafi ekki haft samband við sig og Gróandi sé hvergi nefndur á nafn. Til hægri má sjá teikningu verkfræðistofunnar EFLU af framkvæmdasvæðinu. Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. Sigríður Júlía áréttar í samtali við Vísi að um skipulagslýsingu sé að ræða vegna áforma einkaaðila sem hafi verið á teikniborðinu í nokkur ár. Rykið hafi verið dustað af hugmyndinni í lok árs 2024. Nú fari verkefnið í skipulagskynningu þar sem allir fái tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Alltof snemmt sé að segja til um það hvort af framkvæmdum verði, hvort Gróandi þurfi að færa sig eða að hönnunin verði á þann veg að allt geti verið eins og það er. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum bæjarstjóra. Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Ferðaþjónusta Bílastæði Garðyrkja Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina stendur til að setja upp vinnulyftu sem muni flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þurfi því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina. Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felist í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppnum. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum uppbyggingar. Rosalega hissa Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt, vistræktarkennari og frumkvöðull innan umhverfismála. Hún hefur rekið Gróanda á Ísafirði frá árinu 2016. „Ég er rosalega hissa,“ segir Hildur Dagbjört í myndbandi á Facebook. „Ísafjarðarbær er að auglýsa deiliskipulagsbreytingu, aðalskipulagsbreytingu, fyrir kláf á Ísafirði. Það sem er skrýtið er að lóðin sem er verið að auglýsa fyrir þennan kláf, fyrir bílastæði, rútustæði, hús og aðkomuveg er akkurat þar sem Gróandi hefur verið með sína starfsemi í níu ár.“ „Við erum búin að vera að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber fyrir bæjarbúa á Ísafirði með sjálfbærustu ræktunaraðferðum sem finnast. Á síðustu níu árum á þessu svæði.“ Fólk komi að utan til að læra af Gróanda Hún hafi til þessa stolt sagt frá því að bæjarfélagið styðji við lýðheilsu og samfélag með því að bjóða Gróanda landsvæðið. Nú eigi að gera breytingar og hvergi komi fram áhrif á starfsemi Gróanda. Hugað að grænmetinu í Gróandi.Gróandi „Í öllum gögnum sem liggja fyrir er ekki minnst á Gróanda neins staðar. Það er skrýtið, mjög skrýtið. Því að Gróandi er þekktur á landsvísu. Fólk kemur annars staðar frá til að skoða Gróanda og læra um sjálfbærni.“ Hún þekki dæmi þess að fólk hafi hreinlega flutt til Ísafjarðar vegna Gróanda. Erlent sjónvarpsfólk í heimsókn í Gróandi.Gróandi „Starfsemi Gróanda hefur byggst upp statt og stöðugt. Núna erum við með fjórar lærlingsstöður. Fólk frá öðrum löndum kemur og notar heilt ár af lífi sínu til að læra af því sem við erum að gera í Gróanda og taka þátt í lífinu.“ Ísfirðingar fái aðgengi að hollum mat Undanfarið hafi Gróandi verið að útbúa sjálfbærnikennslukerfi og hluti af því sé til að krakkar geti lært að rækta mat. Hildur á vappi með grænmeti í hjólbörum.Gróandi „Núna í vor ætla allir nemendurnir í grunnskólanum á Ísafirði að rækta mat í Gróanda í beðum sem við erum búin að útbúa fyrir þau. Akkurat þar sem á að vera aðkomuvegur og bílastæði.“ Hildur segist hafa lagt allt í uppbyggingu Gróanda síðustu níu árin. „Lagt hug og hjarta og ómælda vinnu til að byggja upp stað þar sem fólk getur lært um sjálfbærni og sjálfbærar ræktunaraðgerðir. Nú hafa allir bæjarbúar aðgengi að hollum mat sem er ekki sprautaður með eitri, ekki í plasti, ekki búið að flytja á milli heimshorna og maturinn er virkilega bragðgóður.“ Ekki gleyma okkur! Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi ekki varið nógu miklum tíma í að segja kjörnum fulltrúum og starfsfólkum bæjarins frá starfi Gróanda. „Kannski hef ég verið of upptekin við að vinna, koma hlutum í verk, rækta mat fyrir ykkur, halda opna samfélagsviðburði. Ekki haft tíma til að auglýsa fyrir pólitíkusum eða starfsfólki Ísafjarðarbæjar hvað er að gerast þarna í hlíðinni. En þetta er mikilvægt og samfélagið kann að meta það,“ segir Hildur. „Ekki gleyma okkur. Ef þið viljið byggja kláf, getið þið þá gert það án þess að eyðileggja ræktunarsvæðin í Gróanda. Getiði tekið okkur með? Getið þið passað upp á að ef þið ætlið að gera nýtt skipulag, þá sé Gróandi með.“ Hildur tjáir blaðamanni Vísis að myndbandið hafi fengið mikil viðbrögð sem hún sé þakklát fyrir. Fólk hafi skilning á mikilvægi samfélagsverkefna sem séu ekki rekin í hagnaðarskyni. Passa þurfi upp á þau. Hún segist hafa fengið fund með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur á morgun en Sigríður er nýtekin við sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Þar verður Gróandi til umræðu og án nokkurs vafa fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. Sigríður Júlía áréttar í samtali við Vísi að um skipulagslýsingu sé að ræða vegna áforma einkaaðila sem hafi verið á teikniborðinu í nokkur ár. Rykið hafi verið dustað af hugmyndinni í lok árs 2024. Nú fari verkefnið í skipulagskynningu þar sem allir fái tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Alltof snemmt sé að segja til um það hvort af framkvæmdum verði, hvort Gróandi þurfi að færa sig eða að hönnunin verði á þann veg að allt geti verið eins og það er. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum bæjarstjóra.
Ísafjarðarbær Landbúnaður Sjálfbærni Skipulag Ferðaþjónusta Bílastæði Garðyrkja Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira