Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 22:39 Tedros Adhanom Ghebreyesus er framkvæmdastjóri WHO. Vísir/EPA Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Þetta sagði framkvæmdastjórinn í Genf í dag. Þar benti hann einnig á að baráttan við spænski veikina, sem reið yfir heimsbyggðina á árunum 1918-1920, hafi unnist á um tveggja ára skeiði. Hann sagði þá að tæknilegar framfarir síðan þá gætu reynst öflugt tól í að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins á skemmri tíma. „En auðvitað, með meiri tengslum fólks aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar,“ sagði Ghebreyesus og vildi þannig meina að hnattvæðing og aukin tengsl fólks í ólíkum heimshlutum gætu gert það erfiðara að draga úr útbreiðslunni. „Á sama tíma búum við yfir tækninni til að stöðva hana [veiruna] og við búum yfir kunnáttunni.“ Hann lagði þá mikla áherslu á einingu þjóða og samheldni heimsbyggðarinnar í baráttu sinni við faraldurinn. Faraldurinn enn í sókn á heimsvísu Þrátt fyrir fréttir af því að vinna við þróun bóluefnis við veirunni sé vel á veg komin er kórónuveiran í vexti víða um heim. Í dag tilkynnti Suður-Kórea um 324 nýgreinda á einum sólarhring en fleiri hafa ekki greinst með veiruna þar í landi síðan í mars. Þá voru í dag slegin ný met hvað varðar fjölda nýgreindra kórónuveirusjúklinga í Póllandi, þar sem 903 greindust, og í Slóvakíu en þar greindust 123. Daglegur fjöldi nýgreindra hefur einnig tekið kipp upp á við í Frakklandi og á Spáni. Í Líbanon er þá búið að herða samfélagslegar sóttvarnaaðgerðir en faraldurinn er í áður óséðum hæðum þar í landi. Íbúum landsins er til að mynda ekki leyft að vera úti að næturlagi, með það fyrir augum að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Fjöldi daglegra nýsmita í Líbanon hefur um það bil tvöfaldast eftir sprenginguna við höfn höfuðborgarinnar Beirút, þar sem 178 létu lífið, þann 4. ágúst síðastliðinn. Um 300.000 manns misstu heimili sín í kjölfar sprengingarinnar og heilbrigðiskerfi landsins hefur verið undir gríðarlegu álagi síðan sprengingin varð. Meira en 23 milljónir manna hafa greinst með veiruna á heimsvísu. Af þeim hafa rúmlega 800.000 látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líbanon Pólland Slóvakía Spánn Frakkland Tengdar fréttir Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00 Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48 Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. 21. ágúst 2020 20:00
Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. 20. ágúst 2020 18:48
Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. 20. ágúst 2020 17:24