Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 13:24 Mark Meadows er nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. getty/Andrew Harrer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19