Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 19:36 Assange setti sig meðal annars í samband við son Trump þegar Wikileaks dreifði tölvupóstum demókrata. Honum á að hafa verið boðin náðun ef hann neitaði aðild Rússa að innbroti í tölvupósta demókrata. Vísir/EPA Lögmaður Julians Assange, stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, hélt því fram fyrir dómi að bandarískur fyrrverandi þingmaður hefði borið Assange þau skilaboð að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri tilbúinn að náða hann ef hann bæri vitni um að Rússar hefðu ekki brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins. Talskona Hvíta hússins segir fullyrðingarnar „fullkomna lygi“. Mál um hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti og fleiri brot velkist nú um fyrir breskum dómstólum. Það var við fyrirtöku í málinu í dag sem Edward Fitzgerald, lögmaður Assange, vísaði til vísbendinga um að Dana Rohrabacher, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefði fundað með Assange þegar hann var enn í ekvadorska sendiráðinu í London í ágúst árið 2017. Rohrabacher á að hafa sagt Assange að Trump forseti byði honum náðun eða aðra leið út úr saksókn í Bandaríkjunum ef Wikileaks-stofnandinn bæri vitni um að Rússar hefðu ekki komið nálægt innbroti í tölvupóstþjóna landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016, að því er The Guardian hefur upp úr yfirlýsingu lögmanna Assange. Sjá einnig: Háttsettur repúblikani sagðist halda að Pútín borgaði Trump Wall Street Journal hafði eftir Rohrabacher í september árið 2017 að hann hefði falast eftir samkomulagi þar sem Assange hefði afhent tölvudrif og fleiri minnisdrif sem sýndu fram á að Rússar hefðu ekki stolið tölvupóstunum sem var síðar lekið í gegnum Wikileaks. Dana Rohrabacher þótti hallur undir Pútín forseta þegar hann var þingmaður. Árásir hans á Rússarannsóknina í sjónvarpi á sínum tíma urðu til þess að Trump bauð honum í Hvíta húsið til að óska honum til hamingju.Vísir/EPA Segist varla þekkja þingmanninn en bauð honum í Hvíta húsið Stephanie Grisham, blaðafulltrúi Hvíta hússins, vísaði fullyrðingunum á bug og sagði að Trump forseti þekkti Rohrabacher varla sem annað en fyrrverandi þingmann. „Hann hefur aldrei talað við hann um þetta mál eða næstum hvaða mál sem er. Þetta er alger tilbúningur og alger lygi,“ sagði Grisham. Grisham on Assange: “The President barely knows Dana Rohrabacher other than he's an ex-congressman. He's never spoken to him on this subject or almost any subject. It is a complete fabrication and a total lie. This is probably another never ending hoax and total lie from the DNC"— Jim Acosta (@Acosta) February 19, 2020 Engu að síður sagði bandaríska dagblaðið Politico frá því að Trump hefði boðið Rohrabacher, sem er þekktur verjandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, til fundar í Hvíta húsinu í apríl árið 2017. Tæpu ári síðar sagði Rohrabacher að John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði komið í veg fyrir að þeir Trump hittust aftur. Trump lýsti jafnframt yfir opinberum stuðningi við Rohrabacher fyrir þingkosningarnar í nóvember árið 2018. Í tísti sagði hann þingmanninn hafa verið frábæran fyrir kjósendur sína í Kaliforníu. Rohrabacher náði engu að síður ekki endurkjöri. Dana Rohrabacher has been a great Congressman for his District and for the people of Cal. He works hard and is respected by all - he produces! Dems are desperate to replace Dana by spending vast sums to elect a super liberal who is weak on Crime and bad for our Military & Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2018 Hafnar niðurstöðu leyniþjónustunnar um afskipti Rússa Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur skipað fyrir um innbrot leyniþjónustu hans í tölvupósta Demókrataflokksins. Það hafi hann gert til þess að hjálpa Trump að ná kjöri. Wikileaks birti fyrst vandræðalega tölvupósta demókrata á ögurstundu í framboði Trump, kvöldið sem Washington Post sagði frá gamalli upptöku þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann áreitti konur kynferðislega. Trump hefur aldrei viljað viðurkenna niðurstöðu leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og tók jafnvel neitanir Pútín fram yfir hana þegar leiðtogarnir hittust í Helsinki sumarið 2018. Forsetinn er sagður sérstaklega viðkvæmur fyrir afskiptunum því hann telji umræðu um þau grafa undan kosningasigri hans. Forsetinn hefur ítrekað vegið að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrði á því hvort að framboð Trump hefði átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Samskipti Trump við úkraínsk stjórnvöld sem urðu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði forsetann fyrir embættisbrot gengu meðal annars út á að fá þau til að rannsaka stoðlausa samsæriskenningu um að það hefðu verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46 Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump „það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. 18. maí 2017 13:57 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Lögmaður Julians Assange, stofnanda uppljóstranavefsins Wikileaks, hélt því fram fyrir dómi að bandarískur fyrrverandi þingmaður hefði borið Assange þau skilaboð að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri tilbúinn að náða hann ef hann bæri vitni um að Rússar hefðu ekki brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins. Talskona Hvíta hússins segir fullyrðingarnar „fullkomna lygi“. Mál um hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir aðild að tölvuinnbroti og fleiri brot velkist nú um fyrir breskum dómstólum. Það var við fyrirtöku í málinu í dag sem Edward Fitzgerald, lögmaður Assange, vísaði til vísbendinga um að Dana Rohrabacher, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefði fundað með Assange þegar hann var enn í ekvadorska sendiráðinu í London í ágúst árið 2017. Rohrabacher á að hafa sagt Assange að Trump forseti byði honum náðun eða aðra leið út úr saksókn í Bandaríkjunum ef Wikileaks-stofnandinn bæri vitni um að Rússar hefðu ekki komið nálægt innbroti í tölvupóstþjóna landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016, að því er The Guardian hefur upp úr yfirlýsingu lögmanna Assange. Sjá einnig: Háttsettur repúblikani sagðist halda að Pútín borgaði Trump Wall Street Journal hafði eftir Rohrabacher í september árið 2017 að hann hefði falast eftir samkomulagi þar sem Assange hefði afhent tölvudrif og fleiri minnisdrif sem sýndu fram á að Rússar hefðu ekki stolið tölvupóstunum sem var síðar lekið í gegnum Wikileaks. Dana Rohrabacher þótti hallur undir Pútín forseta þegar hann var þingmaður. Árásir hans á Rússarannsóknina í sjónvarpi á sínum tíma urðu til þess að Trump bauð honum í Hvíta húsið til að óska honum til hamingju.Vísir/EPA Segist varla þekkja þingmanninn en bauð honum í Hvíta húsið Stephanie Grisham, blaðafulltrúi Hvíta hússins, vísaði fullyrðingunum á bug og sagði að Trump forseti þekkti Rohrabacher varla sem annað en fyrrverandi þingmann. „Hann hefur aldrei talað við hann um þetta mál eða næstum hvaða mál sem er. Þetta er alger tilbúningur og alger lygi,“ sagði Grisham. Grisham on Assange: “The President barely knows Dana Rohrabacher other than he's an ex-congressman. He's never spoken to him on this subject or almost any subject. It is a complete fabrication and a total lie. This is probably another never ending hoax and total lie from the DNC"— Jim Acosta (@Acosta) February 19, 2020 Engu að síður sagði bandaríska dagblaðið Politico frá því að Trump hefði boðið Rohrabacher, sem er þekktur verjandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, til fundar í Hvíta húsinu í apríl árið 2017. Tæpu ári síðar sagði Rohrabacher að John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði komið í veg fyrir að þeir Trump hittust aftur. Trump lýsti jafnframt yfir opinberum stuðningi við Rohrabacher fyrir þingkosningarnar í nóvember árið 2018. Í tísti sagði hann þingmanninn hafa verið frábæran fyrir kjósendur sína í Kaliforníu. Rohrabacher náði engu að síður ekki endurkjöri. Dana Rohrabacher has been a great Congressman for his District and for the people of Cal. He works hard and is respected by all - he produces! Dems are desperate to replace Dana by spending vast sums to elect a super liberal who is weak on Crime and bad for our Military & Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2018 Hafnar niðurstöðu leyniþjónustunnar um afskipti Rússa Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur skipað fyrir um innbrot leyniþjónustu hans í tölvupósta Demókrataflokksins. Það hafi hann gert til þess að hjálpa Trump að ná kjöri. Wikileaks birti fyrst vandræðalega tölvupósta demókrata á ögurstundu í framboði Trump, kvöldið sem Washington Post sagði frá gamalli upptöku þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann áreitti konur kynferðislega. Trump hefur aldrei viljað viðurkenna niðurstöðu leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og tók jafnvel neitanir Pútín fram yfir hana þegar leiðtogarnir hittust í Helsinki sumarið 2018. Forsetinn er sagður sérstaklega viðkvæmur fyrir afskiptunum því hann telji umræðu um þau grafa undan kosningasigri hans. Forsetinn hefur ítrekað vegið að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrði á því hvort að framboð Trump hefði átt í samráði við Rússa í aðdraganda kosninganna. Samskipti Trump við úkraínsk stjórnvöld sem urðu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði forsetann fyrir embættisbrot gengu meðal annars út á að fá þau til að rannsaka stoðlausa samsæriskenningu um að það hefðu verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46 Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump „það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. 18. maí 2017 13:57 Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46
Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump „það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. 18. maí 2017 13:57
Leggja fram formlega beiðni um handtöku Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á það við þarlenda dómstóla að gefin verði út handtökuskipun á Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 20. maí 2019 08:39