Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 13:57 Kevin McCarthy og Paul Ryan ásamt Cahy McMorris, sem kom ekki að samtalinu um Putin og Trump. Vísir/AFP „það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. Þessi ummæli féllu þann 15. júní í fyrra. Skömmu áður höfðu McCarthy, Paul Ryan og fleiri fundað með Vladimir Groysman, forsætisráðherra Úkraínu í þinghúsinu í Washington. Fyrst töluðu þeir um það sem hafði verið rætt á fundinum, en Groysman sagði þeim frá aðferðum Rússa við að hafa áhrif á kosningar og lýðræði Evrópu. Hvernig þeir fjármögnuðu umdeilda frambjóðendur til að draga úr trausti á lýðræðislegar stofnanir Evrópu. Þetta var degi eftir að fregnir bárust af því að Rússar hefðu gert tölvuárás á landstjórn Demókrataflokksins. Þá lét McCarthy ummælin falla, samkvæmt upptökum sem blaðamaður Washington Post hefur hlustað á, en aðrir þingmenn hlóu. „Ég sver til guðs,“ bætti McCarthy við.„Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra“ Paul Ryan, forseti þingsins, greip þá inn í og sagði: „Enga leka. Þannig vitum við að við erum raunveruleg fjölskylda.“ Svo bætti Ryan við: „Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra.“ Samkvæmt Washington Post er erfitt að átta sig á upptökunum hvort að taka eigi ummælin bókstaflega, en hins vegar sýni þau fram á að leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu áhyggjur af aðkomu Rússa af kosningunum. Þrátt fyrir það hafa repúblikanar staðið dyggilega við bakið á Donald Trump í gegnum áköll um sjálfstæða saksóknara og rannsóknarnefndir og að kafað verði djúpt í aðgerðir Rússlands í Bandaríkjunum. Hægt er að lesa afrit af samtali þingmannanna hér á vef Washington Post.Lygin breyttist í brandara Í fyrstu sögðu talsmenn Ryan og McCarthy að þessi samskipti hefðu aldrei átt sér stað. „Það að McCarthy myndi halda þessu fram er fáránlegt og ekki satt,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Eftir að talsmanni Ryan var tilkynnt að Washington Post myndi vitna í upptöku af samræðunum kvað við annan tón. „Allt þetta ársgamla samtal var brandari. Enginn trúði því að leiðtogi meirihlutans væri í alvörunni að halda því fram að Donald Trump eða nokkur annar meðlimir flokksins væri á launum hjá Rússum. Það sem meira er, þá hafa forseti þingsins og aðrir leiðtogar ítrekað mælt gegn afskiptum Rússa af kosningunum og stendur rannsókn yfir hjá þinginu,“ sagði Brendan Buck, talsmaður Ryan. „Þetta var misheppnaður brandari,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Dana Rohrabacher er þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu og dyggur verjandi Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ken Grubbs, talsmaður hans, sagði þingmanninn ávalt hafa verið talsmann þess að bæta samskiptin við Rússland og hann þurfi ekki að vera á launum Rússa til að komast að þeirri niðurstöðu. Donald Trump Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
„það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. Þessi ummæli féllu þann 15. júní í fyrra. Skömmu áður höfðu McCarthy, Paul Ryan og fleiri fundað með Vladimir Groysman, forsætisráðherra Úkraínu í þinghúsinu í Washington. Fyrst töluðu þeir um það sem hafði verið rætt á fundinum, en Groysman sagði þeim frá aðferðum Rússa við að hafa áhrif á kosningar og lýðræði Evrópu. Hvernig þeir fjármögnuðu umdeilda frambjóðendur til að draga úr trausti á lýðræðislegar stofnanir Evrópu. Þetta var degi eftir að fregnir bárust af því að Rússar hefðu gert tölvuárás á landstjórn Demókrataflokksins. Þá lét McCarthy ummælin falla, samkvæmt upptökum sem blaðamaður Washington Post hefur hlustað á, en aðrir þingmenn hlóu. „Ég sver til guðs,“ bætti McCarthy við.„Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra“ Paul Ryan, forseti þingsins, greip þá inn í og sagði: „Enga leka. Þannig vitum við að við erum raunveruleg fjölskylda.“ Svo bætti Ryan við: „Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra.“ Samkvæmt Washington Post er erfitt að átta sig á upptökunum hvort að taka eigi ummælin bókstaflega, en hins vegar sýni þau fram á að leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu áhyggjur af aðkomu Rússa af kosningunum. Þrátt fyrir það hafa repúblikanar staðið dyggilega við bakið á Donald Trump í gegnum áköll um sjálfstæða saksóknara og rannsóknarnefndir og að kafað verði djúpt í aðgerðir Rússlands í Bandaríkjunum. Hægt er að lesa afrit af samtali þingmannanna hér á vef Washington Post.Lygin breyttist í brandara Í fyrstu sögðu talsmenn Ryan og McCarthy að þessi samskipti hefðu aldrei átt sér stað. „Það að McCarthy myndi halda þessu fram er fáránlegt og ekki satt,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Eftir að talsmanni Ryan var tilkynnt að Washington Post myndi vitna í upptöku af samræðunum kvað við annan tón. „Allt þetta ársgamla samtal var brandari. Enginn trúði því að leiðtogi meirihlutans væri í alvörunni að halda því fram að Donald Trump eða nokkur annar meðlimir flokksins væri á launum hjá Rússum. Það sem meira er, þá hafa forseti þingsins og aðrir leiðtogar ítrekað mælt gegn afskiptum Rússa af kosningunum og stendur rannsókn yfir hjá þinginu,“ sagði Brendan Buck, talsmaður Ryan. „Þetta var misheppnaður brandari,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Dana Rohrabacher er þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu og dyggur verjandi Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ken Grubbs, talsmaður hans, sagði þingmanninn ávalt hafa verið talsmann þess að bæta samskiptin við Rússland og hann þurfi ekki að vera á launum Rússa til að komast að þeirri niðurstöðu.
Donald Trump Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01
Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00