Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 11:58 Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. AP/Vincent Yu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára. Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára.
Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira