Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Forsetinn hélt uppi forsíðu dagsins hjá Washington Post og sagði þetta einu góðu fyrirsögnina sem hann hefði fengið hjá því blaði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira