Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:13 Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar. EPA-EFE/PRESS INFORMATION BUREAU Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56