Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 10:25 Peter Madsen var í apríl 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. Nýbökuð eiginkona hans heitir Jenny Curpen og er rússnesk blaða- og listakona. Sænska Aftonbladet greinir frá málinu og vísar í færslu á Facebook-síðum hjónanna. Þar kemur fram að þau hafi skráð sig í hjónaband á miðlinum í desember. Curpen staðfestir hjónabandið við blaðið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aftonbladet greinir frá því að Curpen þessi sé fædd í Rússlandi og hafi starfað sem blaða- og listakona. Hún sé jafnframt aktívisti og hafi verið handtekin árið 2012 fyrir þátttöku í mótmælum gegn Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Henni var veitt hæli í Finnlandi árið 2013 og hefur verið búsett þar síðan. View this post on Instagram #yesterday #endof2019 #mrsmadness #finland #suomi #salo #lastdayoftheyear A post shared by Jenny Kurpen (@jennycurpen) on Jan 1, 2020 at 12:22pm PST Þá vísar Aftonbladet í viðtal sem Curpen veitti rússnesku dagblaði. Þar greinir hún frá fyrirhugaðri listasýningu sinni, þar sem hún hyggst taka upp hanskann fyrir Madsen. Madsen hóf afplánun á dómi sínum fyrir morðið á Kim Wall síðla árs 2018 en lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi. Hann situr inni í Herstedvester-fangelsinu í nágrenni Kaupmannahafnar. Talsmaður fangelsisins vill ekki tjá sig um málið við Aftonbladet en bendir á að föngum sé frjálst að gifta sig líkt og almennum borgurum. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt.Kim Wall Memorial Fund Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Hún var að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar 2018 var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Madsen var einnig dæmdur fyrir illa meðferð á líki en hann játaði að hafa bútað lík Wall niður og losað sig við líkamsleifar hennar út í Eystrasaltið. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23
Madsen unir lífstíðardómi Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 8. október 2018 11:30
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40