Prófa sig áfram með íblöndun vetnis í gas Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 16:22 Jarðgas er notað til að hita upp hús og til eldunar víðast á Bretlandi. Hægt væri að draga verulega úr losun koltvísýrings með því að blanda vetni út í gasið. Vísir/EPA Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass. Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Tilraun með að blanda vetni út í jarðgas til húshitunar og eldunar sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda er hafin á háskólagarði á Bretlandi. Talið er að það gæti jafnast á við að taka á þriðju milljón bíla úr umferð verði hægt að taka upp vetnisblöndun gass á landsvísu. Vetnið sem er blandað út í jarðgas í Keele-háskólanum í Stoke-on-Trent er framleitt með rafgreiningu vatns. Tilraunin, sem gasdreififyrirtækið Cadent stendur að, er sú fyrsta sinna tegundar á Bretlandi og hefur gefist vel fram að þessu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Jarðgas til upphitunar er uppspretta um þriðjungs heildarlosunar Bretlands á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænum loftslagsbreytingum á ári. Aukaafurð bruna á vetni er aðeins hreint vatn. Aðstandendur tilraunaverkefnisins telja að yrði 20% vetni blandað út í jarðgas á landsvísu væri hægt að draga úr losun á koltvísýringi um sex milljónir tonna, jafngildi þess að taka tvær og hálfa milljón bíla úr umferð. Hlutfallið 20% varð fyrir valinu því það er talið heppilegast svo að gasleiðslur og tæki verði ekki fyrir áhrifum af breytingunni. Helsti gallinn við íblöndun vetnis í jarðgas felst í framleiðslunni á vetni. Í framtíðinni væri hægt að framleiða vetni á vistvænan hátt með rafgreiningu á vetni sem væri knúin vindorku á nóttunni. Eins og stendur væri ódýrara að framleiða vetnið úr jarðgasi en því fylgir losun á koltvísýringi sem þyrfti að binda. Engu að síður eru sumir framleiðendur miðstöðvarkatla þegar byrjaðir að hanna katla sem brenna 100% vetni. Í skýrslu sem var unnin fyrir bresku ríkisstjórnina var tæpt á þeim möguleika að nota varmadælur með vetnismiðstöðvarkatla til að hita upp hús í landinu í stað jarðgass.
Bretland Loftslagsmál Orkumál Tækni Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira