Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 09:12 Sérfræðingar segja líklegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í Afríku sé mun hærri en opinberar tölur segja til um. AP/Jerome Delay Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira