Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 09:12 Sérfræðingar segja líklegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í Afríku sé mun hærri en opinberar tölur segja til um. AP/Jerome Delay Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira