Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2020 15:44 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins. Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins.
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50