Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2020 17:03 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum.
Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48