Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 12:37 Skjáskot úr ávarpi Obama sem sent var út á netinu í gær. AP/My Brother's Keeper Alliance/Obama Foundation Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40