Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 16:39 Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. AP/Matt Rourke Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump. Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump.
Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55