Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 11:07 Li Keqiang forsætisráðherra Kína, á stórum sjónvarpsskjá í Hong Kong. EPA/JEROME FAVRE Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong. Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong.
Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21