Trump setur WHO afarkosti Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 06:50 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að Bandaríkin hætti fjárveitingum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. Þetta kemur fram í bréfi sem Trump sendi Tedros Ghebreyesus, yfirmanni WHO. Trump birti bréfið á Twitter-reikningi sínum í nótt. Þar sakar hann WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og lýsir yfir áhyggjum af „ískyggilegri vöntun á sjálfstæði“ stofnunarinnar frá Kína. This is the letter sent to Dr. Tedros of the World Health Organization. It is self-explanatory! pic.twitter.com/pF2kzPUpDv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 19, 2020 Forsetinn gagnrýnir WHO jafnframt harðlega fyrir það hvernig brugðist hefur verið við faraldrinum allt frá því hans varð fyrst vart í kínversku borginni Wuhan í desember. Þannig hafi stofnunin m.a. beðið með að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar að tilstuðlan Xi Jinping, forseta Kína. „Síendurtekin mistök“ stofnunarinnar undir stjórn Ghebreyesus hafi reynst heiminum „gríðarlega dýrkeypt“. Trump setur WHO að lokum afarkosti í bréfinu. Hann segir að stofnunin verði að sýna fram á að hún sé ekki undir járnhæl kínverskra stjórnvalda og gefur henni þrjátíu daga frest til að „bæta ráð sitt“, ellegar muni Bandaríkin hætta fjárframlögum til stofnunarinnar um ókomna tíð og jafnframt endurskoða aðild sína að henni. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.Vísir/EPA Trump stöðvaði tímabundið fjárveitingar til WHO 14. apríl síðastliðinn, að sögn vegna þess hvernig stofnunin tók á faraldrinum. Bandaríkin eru einn helsti bakhjarl stofnunarinnar en fjárveitingar ríkisins til hennar námu um tæplega 15 prósent af heildarframlögum í fyrra. Trump hefur margítrekað gagnrýnt viðbrögð kínverskra stjórnvalda, sem og WHO, við faraldrinum, einkum síðustu daga og vikur. Trump og stjórn hans hafa sjálf sætt mikilli gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á fyrr í vor. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. 18. maí 2020 14:04
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54